Lífið

Brooke fer úr Glæstum vonum yfir í Nágranna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þessi þrjú; Paul Robinson, Brooke Logan og Karl Kennedy, eiga sér marga dygga aðdáendur hér á landi.
Þessi þrjú; Paul Robinson, Brooke Logan og Karl Kennedy, eiga sér marga dygga aðdáendur hér á landi. mynd/facebook
Sápuóperustjarnan Katherine Kelly Lang, betur þekkt sem Brooke Logan úr sjónvarpsþáttunum Bold and the Beautiful, var gestaleikari í áströlsku sápuóperunni Neighbours í dag. Brooke hefur staðið vaktina í Glæstum vonum undanfarin 27 ár en þættirnir tveir eiga sér fjölmarga aðdáendur hér á landi.

Umræddur þáttur var sýndur í áströlsku sjónvarpi í dag en nokkrar vikur eru í að hann verði sýndur hér á landi, svo ekki verður gefið upp hvaða hlutverki Lang gegnir í þættinum, en þeir allra forvitnustu geta smellt á myndbrotið hér fyrir neðan.

Nýlega hætti leikkonan Asleigh Brewer, sem lék Kate, í Nágrönnum og færði sig yfir í Glæstar vonir.

Selfie time with Katherine Kelly Lang! <3

Posted by Neighbours on 25. mars 2016

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.