Sýndarveruleikinn nánast trúarleg upplifun Una Sighvatsdóttir skrifar 29. mars 2016 19:30 Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“ Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Framtíðin er komin og hún er á formi lítillar græju, sýndarveruleikagleraugnanna Oculus Rift, sem eru þau öflugustu sinnar tegundar og komu út í gær. „Sýndarveruleiki er eitthvað sem er búið að reyna að verða til svo áratugum skiptir," segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Þá reyndist þó enn langt í land. „Þetta tók bakslag og núna 20 árum seinna má segja að byltingin sé að verða fyrir alvöru."Ísland eitt 20 landa sem fá gleraugun CCP hefur tekið þátt í þróun tækninnar frá upphafi með því að leggja pening í púkkið þegar fjármögnun hennar hófst á Kickstarter árið 2012. Síðar veðjaði Facebook á það sama því tæknirisinn keypti Oculus Rift árið 2014. Undanfarin þrjú ár hefur teymi innan CCP unnið að tölvuleik sem er einn þeirra fyrstu til að vera hannaður frá grunni fyrir sýndarveruleikagleraugu og nú þegar Oculus Rift gleraugun eru loks komin út fylgir leikurinn frá CCP, EVE: Valkyrie, frítt með. Gleraugun, sem kosta 600 Bandaríkjadali, eru aðeins sett á markað í 20 löndum til að byrja með og er Ísland eitt þeirra.Fréttamaður fékk að prófa Valkyrjuna í Oculus Rift sýndaveruleikanum í dag en viðbrögðin má sjá nánar í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.Eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi En í hverju er sýndarveruleikabyltingin fólgin? Hilmar Veigar segir erfitt að lýsa því í sjónvarpi. „Það er pínulítið eins og að lýsa teygjustökkvi í útvarpi. Það verður bara að prófast. En ég hef horft á fjölda fólks prófa þetta í fyrsta skipti og upplifunin er alltaf eins. Fólk tekur þetta af sér og brosir breiðu brosi milljón sóla. Það er svo mikil gleði í fólki og flestallir vilja bara fara aftur „inn"." Sögusvið Valkyrjunnar er geimurinn, en með gleraugunum getur notandinn horfið inn í hvaða veruleika sem er. Hilmar Veigar segist hafa tekið þátt í mörgum tæknibyltingum og það sé alltaf úrtölufólk þegar eitthvað er að breytast. En það sem við höfum haft að leiðarljósi er að þegar maður prófar þetta þá er upplfiunin svo sterk. Það er oft hægt að líkja þessu við trúarlega upplifun hvernig áhrif þetta hefur á fólk."Veðmál sem á eftir að sanna sig Hilmar neitar því ekki að CCP hafi tekið áhættu með því að veðja á sýndarveruleikagleraugun en segist sannfærður um að framundan sé tæknibylting sem muni festa sig í sessi innan næstu tíu ára. „Hvað gerist á næstu þremur árum er alltaf erfitt að tímasetja. Þetta verður mögulega jólagjöfin í ár. En ef þetta veðrur jólagjöfin 2017 þá vitum við að veðmálið hefur gengið fyllilega upp.“
Tengdar fréttir Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34 Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sýndarveruleikaleikur CCP kominn út EVE: Valkyrie var gefinn út í dag, leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Með honum er brotið blað í þróun sýndarveruleikaleikja. 28. mars 2016 16:34
Stríðið um sýndarheima hefst Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. 15. júní 2015 00:01