Tvö þingmannamál Páls Vals samþykkt á þingi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 15:27 Þingmannamál ná sjaldan að fara alla leið á Alþingi en Páll Valur fékk tvö mál samþykkt í dag; eina þingsályktun og eina lagabreytingu. Mynd/Björt framtíð Alþingi samþykkti tvö þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, í dag. Sjaldgæft er að þingmannamál nái svo langt að verða samþykkt sem lög en málin tvö sem hér um ræðir voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hefur aðeins eitt þingmannafrumvarp verið samþykkt og frágengið á yfirstandandi þingi á meðan 49 þingmannamál bíða fyrstu umræðu og 29 önnur sitja í nefnd. Þegar horft er til þingsályktana sést að þrjár þingmannatillögur hafa verið samþykktar og frágengnar en 58 bíða fyrstu umræðu og 32 sitja í nefnd. Annað málið sem Páll Valur fékk samþykkt felur í sér að leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur, samkvæmt greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þegar það var lagt fram. Auk Páls Vals voru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall, allt þingmenn Bjartrar framtíðar, og þau Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, flutningsmenn frumvarpsins. Hitt málið er álykt þar sem þingið felur innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmálinn var samþykktur, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins á hverju ári. Á ráðherrann að vera í samráði við menntamálaráðherra um málið. Auk Páls voru þau Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, og Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, flutningsmenn ályktunarinnar.Að vera þingmaður er krefjandi starf og að vera þingmaður í minnihluta er jafnvel enn meira krefjandi. Án þess að ég sé...Posted by Páll Valur Björnsson on Tuesday, March 15, 2016 Alþingi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira
Alþingi samþykkti tvö þingmannamál Páls Vals Björnssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar, í dag. Sjaldgæft er að þingmannamál nái svo langt að verða samþykkt sem lög en málin tvö sem hér um ræðir voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hefur aðeins eitt þingmannafrumvarp verið samþykkt og frágengið á yfirstandandi þingi á meðan 49 þingmannamál bíða fyrstu umræðu og 29 önnur sitja í nefnd. Þegar horft er til þingsályktana sést að þrjár þingmannatillögur hafa verið samþykktar og frágengnar en 58 bíða fyrstu umræðu og 32 sitja í nefnd. Annað málið sem Páll Valur fékk samþykkt felur í sér að leggja rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu á meðan á fæðingarorlofi stendur, samkvæmt greinargerð sem fylgdi frumvarpinu þegar það var lagt fram. Auk Páls Vals voru þau Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Róbert Marshall, allt þingmenn Bjartrar framtíðar, og þau Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, flutningsmenn frumvarpsins. Hitt málið er álykt þar sem þingið felur innanríkisráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmálinn var samþykktur, verði helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins á hverju ári. Á ráðherrann að vera í samráði við menntamálaráðherra um málið. Auk Páls voru þau Valgerður Bjarnadóttir, þingkona Samfylkingar, Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokks, og Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, flutningsmenn ályktunarinnar.Að vera þingmaður er krefjandi starf og að vera þingmaður í minnihluta er jafnvel enn meira krefjandi. Án þess að ég sé...Posted by Páll Valur Björnsson on Tuesday, March 15, 2016
Alþingi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Sjá meira