„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2016 17:21 Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis. Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis.
Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15
Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30