„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2016 17:21 Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis. Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var ekki um nauðlendingu að ræða eða flugatvik og segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að engin hætta hafi verið á ferðum. „Í rauninni er hægt að fljúga vélinni svona en það er bara eðlilegt að lenda vélinni því stillingin á vængbörðunum var ekki rétt. Flugvirkjar komu og skoðuðu vélina og endurstilltu börðin,“ segir Árni í samtali við Vísi.Einhverjum farþegum mjög brugðið Um var að ræða vél sem fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.36. Vísir ræddi við einn farþega í vélinni sem telur að vélin hafi verið búin að vera í um 40 mínútur í loftinu þegar lent var á Keflavíkurflugvelli. Að sögn farþegans var lendingin „mjög harkaleg“ og var einhverjum farþegum mjög brugðið. Árni segir að þegar stillingin á vængbörðunum sé eins og hún hafi verið á Bombardier-vélinni í dag þá þurfi lengri braut til að lenda og komið sé hraðar inn til lendingar en vanalega. Því geti farþegar upplifað lendinguna sem harkalega. Önnur vél kom á Keflavíkurflugvöll til að fljúga með farþegana áfram á áfangastað. Sá farþegi sem Vísir ræddi við segir að nokkrir farþegar hafi ekki haldið áfram með þeirri vél vegna þess að þeim var svo brugðið en samkvæmt upplýsingum frá Árna var einn farþegi sem hélt ekki áfram til Egilsstaða.Tvær aðrar Bombardier-vélar væntanlegar til landsins Vélin sem sótti farþegana á Keflavíkurflugvöll kom þangað klukkan 12.30 og lenti um klukkan 14 á Egilsstöðum í staðinn fyrir klukkan 12. Um töluverða seinkun var því að ræða fyrir farþegana. Bombardier-vélin sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli í dag er af gerðinni Q400. Hún er sú fyrsta af þremur af þeirri gerð sem Flugfélag Íslands tekur í notkun á næstu misserum. Vélin kom til landsins fyrir tæpum mánuði. Eftir að búið var að endurstilla vængbörð vélarinnar í dag fór hún í áætlunarflug til Akureyrar síðdegis.
Tengdar fréttir Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15 Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Sjá meira
Vélar Flugfélags Íslands fá nýtt útlit Þrjár nýjar Bombardier Q400 vélar munu leysa af hólmi síðustu Fokker 50 flugvélar félagsins í byrjun næsta árs. 29. desember 2015 10:19
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Nýja Bombardier-vélin væntanleg um þrjúleytið Fyrsta Bombardier Q400-vél Flugfélags Íslands, TF-FXI, er nú á leið til landsins. 24. febrúar 2016 12:15
Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. 23. febrúar 2016 21:30