Menning

Elísabet og Guðbergur tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Bjarki Ármannsson skrifar
Guðbergur hefur fjórum sinnum áður verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en þetta er fyrsta tilnefning Elísabetar.
Guðbergur hefur fjórum sinnum áður verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en þetta er fyrsta tilnefning Elísabetar. Vísir
Elísabet Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd í ár. Greint var frá öllum fjórtán tilnefningunum rétt í þessu en verðlaunin verða veitt þann 1. nóvember í Kaupmannahöfn.

Elísabet er tilnefnd fyrir ljóðabókina Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsaklett en Guðbergur fyrir skáldsöguna Þrír sneru aftur. Guðbergur hefur fjórum sinnum áður verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en þetta er fyrsta tilnefning Elísabetar.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt árlega frá árinu 1962. Sjö Íslendingar hafa hlotið verðlaunin; Ólafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjartarson, Thor Vilhjálmsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson, Sjón og Gyrðir Elíasson.

Hér fyrir neðan má sjá allar tilnefningarnar á myndbandsformi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×