Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Bjarki Ármannsson skrifar 7. mars 2016 22:24 Enn logar eldur í húsnæðinu að Grettisgötu 87, þar sem slökkviliðsmenn hafa verið að störfum frá því á níunda tímanum í kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að lögregla leiti tveggja manna í tengslum við rannsókn á brunanum. „Húsið er í raun orðið vel alelda, allavega hérna austanmegin,“ segir Jón Viðar Matthíasson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda ekki mannskap inn í húsið heldur freista þess að slökkva eldinn utan frá. „Þetta er mikið verk en það þarf líka að biðja fólk hérna í kring um að loka gluggum og kynda,“ segir Jón Viðar. „Við teljum að það séu engar líkur á að við missum þetta frá okkur í önnur hús. Það er í rauninni bara afmarkað verkefni en það gerir það dálítið flókið að við getum ekki farið inn.“Sjá einnig: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“Frá vettvangi í kvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonAuka mannskapur hefur verið kallaður fyrir utan alla þá sem voru á vaktinni. Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins og Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann. Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.Uppfært 23.30: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við að slökkvistarf haldi áfram fram á nótt. „Það er allt á fullu ennþá,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í stöðinni við Skógahlíð. Enn eru margir að störfum við Grettisgötu en þeir sem eiga að mæta á vakt á morgun hafa verið sendir heim. Sprengingar hafa heyrst úr eldinum en ekkert hefur þó komið upp á við slökkvistörf í kvöld og enginn slasast. Enn hefur enginn verið sendur inn en áfram er verið að sprauta inn um glugga og þak hússins hefur verið opnað. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Enn logar eldur í húsnæðinu að Grettisgötu 87, þar sem slökkviliðsmenn hafa verið að störfum frá því á níunda tímanum í kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að lögregla leiti tveggja manna í tengslum við rannsókn á brunanum. „Húsið er í raun orðið vel alelda, allavega hérna austanmegin,“ segir Jón Viðar Matthíasson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda ekki mannskap inn í húsið heldur freista þess að slökkva eldinn utan frá. „Þetta er mikið verk en það þarf líka að biðja fólk hérna í kring um að loka gluggum og kynda,“ segir Jón Viðar. „Við teljum að það séu engar líkur á að við missum þetta frá okkur í önnur hús. Það er í rauninni bara afmarkað verkefni en það gerir það dálítið flókið að við getum ekki farið inn.“Sjá einnig: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“Frá vettvangi í kvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonAuka mannskapur hefur verið kallaður fyrir utan alla þá sem voru á vaktinni. Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins og Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann. Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.Uppfært 23.30: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við að slökkvistarf haldi áfram fram á nótt. „Það er allt á fullu ennþá,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í stöðinni við Skógahlíð. Enn eru margir að störfum við Grettisgötu en þeir sem eiga að mæta á vakt á morgun hafa verið sendir heim. Sprengingar hafa heyrst úr eldinum en ekkert hefur þó komið upp á við slökkvistörf í kvöld og enginn slasast. Enn hefur enginn verið sendur inn en áfram er verið að sprauta inn um glugga og þak hússins hefur verið opnað.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira