Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Bjarki Ármannsson skrifar 7. mars 2016 22:24 Enn logar eldur í húsnæðinu að Grettisgötu 87, þar sem slökkviliðsmenn hafa verið að störfum frá því á níunda tímanum í kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að lögregla leiti tveggja manna í tengslum við rannsókn á brunanum. „Húsið er í raun orðið vel alelda, allavega hérna austanmegin,“ segir Jón Viðar Matthíasson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda ekki mannskap inn í húsið heldur freista þess að slökkva eldinn utan frá. „Þetta er mikið verk en það þarf líka að biðja fólk hérna í kring um að loka gluggum og kynda,“ segir Jón Viðar. „Við teljum að það séu engar líkur á að við missum þetta frá okkur í önnur hús. Það er í rauninni bara afmarkað verkefni en það gerir það dálítið flókið að við getum ekki farið inn.“Sjá einnig: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“Frá vettvangi í kvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonAuka mannskapur hefur verið kallaður fyrir utan alla þá sem voru á vaktinni. Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins og Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann. Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.Uppfært 23.30: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við að slökkvistarf haldi áfram fram á nótt. „Það er allt á fullu ennþá,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í stöðinni við Skógahlíð. Enn eru margir að störfum við Grettisgötu en þeir sem eiga að mæta á vakt á morgun hafa verið sendir heim. Sprengingar hafa heyrst úr eldinum en ekkert hefur þó komið upp á við slökkvistörf í kvöld og enginn slasast. Enn hefur enginn verið sendur inn en áfram er verið að sprauta inn um glugga og þak hússins hefur verið opnað. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira
Enn logar eldur í húsnæðinu að Grettisgötu 87, þar sem slökkviliðsmenn hafa verið að störfum frá því á níunda tímanum í kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að lögregla leiti tveggja manna í tengslum við rannsókn á brunanum. „Húsið er í raun orðið vel alelda, allavega hérna austanmegin,“ segir Jón Viðar Matthíasson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda ekki mannskap inn í húsið heldur freista þess að slökkva eldinn utan frá. „Þetta er mikið verk en það þarf líka að biðja fólk hérna í kring um að loka gluggum og kynda,“ segir Jón Viðar. „Við teljum að það séu engar líkur á að við missum þetta frá okkur í önnur hús. Það er í rauninni bara afmarkað verkefni en það gerir það dálítið flókið að við getum ekki farið inn.“Sjá einnig: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“Frá vettvangi í kvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonAuka mannskapur hefur verið kallaður fyrir utan alla þá sem voru á vaktinni. Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins og Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann. Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.Uppfært 23.30: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við að slökkvistarf haldi áfram fram á nótt. „Það er allt á fullu ennþá,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í stöðinni við Skógahlíð. Enn eru margir að störfum við Grettisgötu en þeir sem eiga að mæta á vakt á morgun hafa verið sendir heim. Sprengingar hafa heyrst úr eldinum en ekkert hefur þó komið upp á við slökkvistörf í kvöld og enginn slasast. Enn hefur enginn verið sendur inn en áfram er verið að sprauta inn um glugga og þak hússins hefur verið opnað.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira