Ætla að ráðast gegn skemmdum á götum Þórgnýr einar Albertsson skrifar 9. mars 2016 07:00 Gatnaskemmdir sjást víða á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. v „Ég setti mig í samband við vegamálastjóra og bæjarstjórana á höfuðborgarsvæðinu og allir segja sömu söguna. Það eru miklar áhyggjur af stöðu gatnakerfisins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna liggja fyrir og vonar að það verði samþykkt í vikunni. Í samkomulaginu felst mat á stöðunni, gerð framkvæmdaáætlunar og samantekt rannsókna á ástæðum slits og þeim aðferðum sem notaðar eru til viðgerða. Dagur segir síðustu tvo vetur hafa verið erfiða fyrir gatnakerfið. „En síðan er því ekkert að leyna að eftir hrun hafa bæði sveitarfélögin og ríkið, sem ber ábyrgð á stofnvegunum á höfuðborgarsvæðinu, verið að spara alls staðar þar sem hægt er að spara og við þurfum að fara heiðarlega yfir það hvort það eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagur. Einnig segir hann að greina þurfi aðra þætti, líkt og aukið álag vegna ferðaþjónustu og aukins rútubílaaksturs. „Allir þyngri bílar valda meira sliti og mér finnst þurfa að ræða það hvort það sé þá ekki eðlilegt að það séu búnir til tekjustofnar til að mæta því sliti,“ segir Dagur og bætir við: „Fyrst og fremst held ég að skipti máli að allir átti sig á því að átaks sé þörf og það sé unnið skipulega að því í samvinnu allra sem að því þurfa að koma.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir átak í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins mikilvægt.vísir/valliAð mati Dags dugar ekki að gera einfaldlega við þær holur sem myndast hverju sinni heldur segir hann þörf á að meta hvar þurfi að fara í róttæka endurnýjun á götum. Þá segir hann þurfa að spyrja af hverju þetta sé að gerast og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það. „Því að þetta kostar allt peninga og er mikilvægt að þurfa ekki að endurtaka sömu viðgerðina ár eftir ár.“ Mögulega var of geyst farið í niðurskurð í þessum málum eftir hrun. „Auðvitað þurfti að skera og spara alls staðar í samfélaginu eftir hrun […] en mér finnst þurfa að fara vel yfir það eins og aðra þætti, hvort við séum að nota nægilega góð efni, hvort við séum að beita bestu aðferðum og hvort það sé eitthvað sem mætti gera öðruvísi þannig að þeir peningar sem við setjum í þetta endist lengur,“ segir Dagur. Viðgerðir eru þegar hafnar á einstaka stöðum á höfuðborgarsvæðinu en heildarkortlagningin á viðfangsefninu er fram undan. Dagur segir hana nú setta í forgang. „Þannig að sumarið nýtist vel sem framkvæmdatími en það þarf líka að leggja lengri tíma áætlanir svo að þetta sé ekki bara áhlaupsverk í eitt skipti,“ segir Dagur. Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
„Ég setti mig í samband við vegamálastjóra og bæjarstjórana á höfuðborgarsvæðinu og allir segja sömu söguna. Það eru miklar áhyggjur af stöðu gatnakerfisins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna liggja fyrir og vonar að það verði samþykkt í vikunni. Í samkomulaginu felst mat á stöðunni, gerð framkvæmdaáætlunar og samantekt rannsókna á ástæðum slits og þeim aðferðum sem notaðar eru til viðgerða. Dagur segir síðustu tvo vetur hafa verið erfiða fyrir gatnakerfið. „En síðan er því ekkert að leyna að eftir hrun hafa bæði sveitarfélögin og ríkið, sem ber ábyrgð á stofnvegunum á höfuðborgarsvæðinu, verið að spara alls staðar þar sem hægt er að spara og við þurfum að fara heiðarlega yfir það hvort það eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagur. Einnig segir hann að greina þurfi aðra þætti, líkt og aukið álag vegna ferðaþjónustu og aukins rútubílaaksturs. „Allir þyngri bílar valda meira sliti og mér finnst þurfa að ræða það hvort það sé þá ekki eðlilegt að það séu búnir til tekjustofnar til að mæta því sliti,“ segir Dagur og bætir við: „Fyrst og fremst held ég að skipti máli að allir átti sig á því að átaks sé þörf og það sé unnið skipulega að því í samvinnu allra sem að því þurfa að koma.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir átak í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins mikilvægt.vísir/valliAð mati Dags dugar ekki að gera einfaldlega við þær holur sem myndast hverju sinni heldur segir hann þörf á að meta hvar þurfi að fara í róttæka endurnýjun á götum. Þá segir hann þurfa að spyrja af hverju þetta sé að gerast og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það. „Því að þetta kostar allt peninga og er mikilvægt að þurfa ekki að endurtaka sömu viðgerðina ár eftir ár.“ Mögulega var of geyst farið í niðurskurð í þessum málum eftir hrun. „Auðvitað þurfti að skera og spara alls staðar í samfélaginu eftir hrun […] en mér finnst þurfa að fara vel yfir það eins og aðra þætti, hvort við séum að nota nægilega góð efni, hvort við séum að beita bestu aðferðum og hvort það sé eitthvað sem mætti gera öðruvísi þannig að þeir peningar sem við setjum í þetta endist lengur,“ segir Dagur. Viðgerðir eru þegar hafnar á einstaka stöðum á höfuðborgarsvæðinu en heildarkortlagningin á viðfangsefninu er fram undan. Dagur segir hana nú setta í forgang. „Þannig að sumarið nýtist vel sem framkvæmdatími en það þarf líka að leggja lengri tíma áætlanir svo að þetta sé ekki bara áhlaupsverk í eitt skipti,“ segir Dagur.
Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira