Sundurliðun á auglýsingum ríkisstjórnarinnar Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2016 17:06 Mest var greitt til Fréttablaðsins vegna birtingar auglýsinganna eða um 800 þúsund krónur. Svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um kostnað vegna auglýsinga ríkisstjórnarinnar er nú komið fram. Heildarkostnaður án virðisaukaskatts vegna auglýsinganna nam rúm 2,5 milljónum króna. Katrín Júlíusdóttir lagði fram fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem meðal annars var spurt hversu miklu fjármagni hafi verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni frá og með júní 2013 til dagsins í dag, hvert efni þeirra hafi verið og brotið niður á einstaka miðla með kostnaði. Í svari segir að um sé að ræða tvær auglýsingar. Heildarkostnaður þeirra nam 2.537.918 krónum ... „þar af nam birtingarkostnaður 2.290.909 kr. og skiptist hann niður á fréttamiðla með eftirfarandi hætti: RÚV 197.700 kr., Fréttablaðið 800.000 kr., Morgunblaðið 458.835 kr., Fréttatíminn 193.800 kr., DV 135.000 kr., Viðskiptablaðið 139.994 kr., visir.is 168.000 kr, mbl.is 70.590 kr., dv.is 94.290 kr. og pressan.is 32.700 kr.“ Í svari segir að ríkisstjórnin hafi að auki tekið þátt í birtingu auglýsinga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins í janúar 2014 um forsendur kjarasamninga tengdar verðstöðugleika. „Þá hafa auglýsingar í einhverjum tilvikum verið birtar í nafni ríkisstjórnar sem þáttur í meðferð lögbundinna verkefna stjórnvalda, svo sem vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána.“ Þessar auglýsingar eru ekki taldar með í svarinu. Vísir hefur fjallað um málið, og sendi þá fyrirspurn til Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og greindi frá svörum sem komu þá úr ranni ríkisstjórnarinnar. Þar kemur meðal annars fram, sem og í svörum við fyrirspurn Katrínar, að innan ríkisstjórnarinnar er litið á þetta sem eðlilega upplýsingagjöf til neytenda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur bent á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Í fyrirspurn Katrínar er meðal annars spurt af hvaða fjárlagalið þær hafi verið greiddar. Í svari segir: „Ákvörðun um að hefja birtingu framangreindra tveggja auglýsinga var tekin í forsætisráðuneytinu, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að lokinni kynningu í ríkisstjórn. Kostnaður vegna auglýsinganna var greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar samkvæmt ákvörðun hennar.“ Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Auglýsingarnar voru kostaðar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. 26. janúar 2016 11:23 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um kostnað vegna auglýsinga ríkisstjórnarinnar er nú komið fram. Heildarkostnaður án virðisaukaskatts vegna auglýsinganna nam rúm 2,5 milljónum króna. Katrín Júlíusdóttir lagði fram fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem meðal annars var spurt hversu miklu fjármagni hafi verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni frá og með júní 2013 til dagsins í dag, hvert efni þeirra hafi verið og brotið niður á einstaka miðla með kostnaði. Í svari segir að um sé að ræða tvær auglýsingar. Heildarkostnaður þeirra nam 2.537.918 krónum ... „þar af nam birtingarkostnaður 2.290.909 kr. og skiptist hann niður á fréttamiðla með eftirfarandi hætti: RÚV 197.700 kr., Fréttablaðið 800.000 kr., Morgunblaðið 458.835 kr., Fréttatíminn 193.800 kr., DV 135.000 kr., Viðskiptablaðið 139.994 kr., visir.is 168.000 kr, mbl.is 70.590 kr., dv.is 94.290 kr. og pressan.is 32.700 kr.“ Í svari segir að ríkisstjórnin hafi að auki tekið þátt í birtingu auglýsinga í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins í janúar 2014 um forsendur kjarasamninga tengdar verðstöðugleika. „Þá hafa auglýsingar í einhverjum tilvikum verið birtar í nafni ríkisstjórnar sem þáttur í meðferð lögbundinna verkefna stjórnvalda, svo sem vegna höfuðstólslækkunar íbúðalána.“ Þessar auglýsingar eru ekki taldar með í svarinu. Vísir hefur fjallað um málið, og sendi þá fyrirspurn til Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og greindi frá svörum sem komu þá úr ranni ríkisstjórnarinnar. Þar kemur meðal annars fram, sem og í svörum við fyrirspurn Katrínar, að innan ríkisstjórnarinnar er litið á þetta sem eðlilega upplýsingagjöf til neytenda. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur bent á að ríkisstjórnin væri sem slík ekki stjórnsýsluleg eining. Í fyrirspurn Katrínar er meðal annars spurt af hvaða fjárlagalið þær hafi verið greiddar. Í svari segir: „Ákvörðun um að hefja birtingu framangreindra tveggja auglýsinga var tekin í forsætisráðuneytinu, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, að lokinni kynningu í ríkisstjórn. Kostnaður vegna auglýsinganna var greiddur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar samkvæmt ákvörðun hennar.“
Tengdar fréttir Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13 Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Auglýsingarnar voru kostaðar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. 26. janúar 2016 11:23 Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Spyr um auglýsingar ríkisstjórnarinnar Þingmaður Samfylkingarinnar vill vita hversu miklu fjármagni hefur verið varið í auglýsingar frá ríkisstjórninni. 25. janúar 2016 17:13
Auglýsingar ríkisstjórnarinnar kostuðu 2,3 milljónir króna Auglýsingarnar voru kostaðar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar. 26. janúar 2016 11:23
Auglýsingar ríkisstjórnar sagðar hreinn og klár kosningaáróður Ríkisstjórnin hunsar fyrirspurnir um auglýsingar. 25. janúar 2016 11:04
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent