Á yfir 50.000 vínylplötur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 10:00 Mynd/RyanHursh Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld. Sónar Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Þýski raftónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og pródúserinn Alex Ridha, betur þekktur sem Boys Noize, er einn þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í kvöld. Boys Noize hefur átt góðu gengi að fagna og hefur meðal annars verið í samstarfi við nöfn á borð við Feist, Depeche Mode, Bloc Party, Justice, Daft Punk, David Lynch, Jarvis Cocker, Santigold, Scissor Sisters, Snoop Dogg, Erol Alkan, Skrillex, NERD and Pet Shop Boys auk fjölda annarra. Áhugi hans á tónlist kviknaði snemma og á hann stæðilegt vínylplötusafn. „Eiginlega bara síðan alltaf,“ segir hann þegar hann er spurður að því hversu lengi hann hafi verið viðloðandi tónlist og hvenær það hafi runnið upp fyrir honum að hann vildi starfa á því sviði. „Það byrjaði þegar ég var mjög ungur. Ég spilaði á píanó og trommur í nokkur ár þegar ég var í skóla. Ég byrjaði að kaupa vínylplötur snemma. Bróðir minn er átta árum eldri en ég og hann var að hlusta á house-plötur. Þegar ég var tólf, þrettán ára byrjaði ég að kaupa þessar gömlu house-plötur sem ég mundi eftir frá barnæsku minni.“ Hann segir að á þeim tíma hafi hann verið nokkurs konar útlagi, ekki voru margir í kringum hann sem hlustuðu á house, raftónlist eða teknó og var hann eini plötusnúðurinn í skólanum. En í dag hafa tímarnir breyst. „Það er allt annað núna. Það vilja allir vera plötusnúðar eða eru það nú þegar,“ segir hann og er sjálfur alsæll að hafa getað gert ástríðu sína að atvinnu. „Það hljómar kannski klisjulega en það er virkilega draumur sem rættist. Að gera og spila tónlist byrjaði sem hobbí og núna lifi ég á því. Það er ótrúlegt.“ „Ég er búinn að vinna mikið í stúdíóinu undanfarið og það kemur út nýtt efni mjög bráðlega, fullt af nýju efni,“ segir hann glaður í bragði en talsverð leynd hvílir yfir því og vill hann ekki gefa neitt meira upp um áætlaðan útgáfudag. Áhuginn á vínilplötum hefur heldur ekki yfirgefið tónlistarmanninn en plöturnar sem hann byrjaði að kaupa á barnsaldri nema nú tugum þúsunda. „Það er frekar fyrirferðamikið. Ég held að síðast þegar ég taldi gróflega hafi þetta verið í kringum 50.000 plötur. Jafnvel meira. Það er nánast lífstíðaráskorun að halda þessu skipulögðu. Ég hef verið að skipuleggja safnið í mörg ár en er ennþá að fínstilla það, það klárast líklega aldrei.“ Það er því hægara sagt en gert að flytjast búferlum á milli staða. „Ég flutti síðast fyrir sex árum og það tók mig langan tíma að koma einhvers konar skipulagi á safnið aftur.“ Boys Noize kemur fram klukkan 00.30 í SonarClub í kvöld.
Sónar Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira