Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 10:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot á heimili í Móabarði í Hafnarfirði fyrir viku. Nágrannar urðu þess varir í gær þegar fjórir eða fimm lögreglubílar voru kallaðir út á sama heimili. Mun hinn grunaði hafa verið aftur á ferð en ekki fæst staðfest að hverju brot gærkvöldsins snýr. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, staðfestir við Vísi að lögregluaðgerð hafi verið í Móabarði í gær og málið sé litið alvarlegum augum. Hann geti þó ekki tjá sig nánar þar sem málið sé afar viðkvæmt. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Villti á sér heimildirEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var lögregla kölluð út að heimili við Móabarð mánudagsmorgun fyrir viku. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Líkamsárásin var samkvæmt heimildum Vísis afar gróf og til marks um það er rannsókn málsins í höndum kynferðisbrotadeildar. Lögregla lýsti í kjölfarið eftir manninum sem er talin vera um 180 cm á hæð, á aldrinum 35-45 ára, fölleitur og með svarta hanska og húfu í umrætt skipti. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en hafa ekki skilað árangri til þessa. Mannsins er enn leitað. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sem sjá um mælingar í Hafnarfirði segja sína starsmenn alltaf einkennisklædda og með starfsmannaskírteini. Þá sé ekki farið á heimili að mæla fyrr en eftir klukkan tíu á morgnana.Óska eftir aðstoð almennings Sem fyrr segir er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og vill lögregla sem minnst um hana segja. Þó er von á tilkynningu frá lögreglu á eftir þar sem óskað verður eftir frekari aðstoð almennings að hafa uppi á manninum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Uppfært klukkan 11:05Tilkynningu frá lögreglu má sjá að neðan.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15....Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, February 22, 2016 Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot á heimili í Móabarði í Hafnarfirði fyrir viku. Nágrannar urðu þess varir í gær þegar fjórir eða fimm lögreglubílar voru kallaðir út á sama heimili. Mun hinn grunaði hafa verið aftur á ferð en ekki fæst staðfest að hverju brot gærkvöldsins snýr. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, staðfestir við Vísi að lögregluaðgerð hafi verið í Móabarði í gær og málið sé litið alvarlegum augum. Hann geti þó ekki tjá sig nánar þar sem málið sé afar viðkvæmt. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Villti á sér heimildirEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var lögregla kölluð út að heimili við Móabarð mánudagsmorgun fyrir viku. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Líkamsárásin var samkvæmt heimildum Vísis afar gróf og til marks um það er rannsókn málsins í höndum kynferðisbrotadeildar. Lögregla lýsti í kjölfarið eftir manninum sem er talin vera um 180 cm á hæð, á aldrinum 35-45 ára, fölleitur og með svarta hanska og húfu í umrætt skipti. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en hafa ekki skilað árangri til þessa. Mannsins er enn leitað. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sem sjá um mælingar í Hafnarfirði segja sína starsmenn alltaf einkennisklædda og með starfsmannaskírteini. Þá sé ekki farið á heimili að mæla fyrr en eftir klukkan tíu á morgnana.Óska eftir aðstoð almennings Sem fyrr segir er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og vill lögregla sem minnst um hana segja. Þó er von á tilkynningu frá lögreglu á eftir þar sem óskað verður eftir frekari aðstoð almennings að hafa uppi á manninum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Uppfært klukkan 11:05Tilkynningu frá lögreglu má sjá að neðan.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15....Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, February 22, 2016
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23
Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30