Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2016 10:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot á heimili í Móabarði í Hafnarfirði fyrir viku. Nágrannar urðu þess varir í gær þegar fjórir eða fimm lögreglubílar voru kallaðir út á sama heimili. Mun hinn grunaði hafa verið aftur á ferð en ekki fæst staðfest að hverju brot gærkvöldsins snýr. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, staðfestir við Vísi að lögregluaðgerð hafi verið í Móabarði í gær og málið sé litið alvarlegum augum. Hann geti þó ekki tjá sig nánar þar sem málið sé afar viðkvæmt. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Villti á sér heimildirEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var lögregla kölluð út að heimili við Móabarð mánudagsmorgun fyrir viku. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Líkamsárásin var samkvæmt heimildum Vísis afar gróf og til marks um það er rannsókn málsins í höndum kynferðisbrotadeildar. Lögregla lýsti í kjölfarið eftir manninum sem er talin vera um 180 cm á hæð, á aldrinum 35-45 ára, fölleitur og með svarta hanska og húfu í umrætt skipti. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en hafa ekki skilað árangri til þessa. Mannsins er enn leitað. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sem sjá um mælingar í Hafnarfirði segja sína starsmenn alltaf einkennisklædda og með starfsmannaskírteini. Þá sé ekki farið á heimili að mæla fyrr en eftir klukkan tíu á morgnana.Óska eftir aðstoð almennings Sem fyrr segir er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og vill lögregla sem minnst um hana segja. Þó er von á tilkynningu frá lögreglu á eftir þar sem óskað verður eftir frekari aðstoð almennings að hafa uppi á manninum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Uppfært klukkan 11:05Tilkynningu frá lögreglu má sjá að neðan.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15....Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, February 22, 2016 Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot á heimili í Móabarði í Hafnarfirði fyrir viku. Nágrannar urðu þess varir í gær þegar fjórir eða fimm lögreglubílar voru kallaðir út á sama heimili. Mun hinn grunaði hafa verið aftur á ferð en ekki fæst staðfest að hverju brot gærkvöldsins snýr. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður hjá kynferðisbrotadeild lögreglu, staðfestir við Vísi að lögregluaðgerð hafi verið í Móabarði í gær og málið sé litið alvarlegum augum. Hann geti þó ekki tjá sig nánar þar sem málið sé afar viðkvæmt. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Villti á sér heimildirEins og Vísir greindi frá í síðustu viku var lögregla kölluð út að heimili við Móabarð mánudagsmorgun fyrir viku. Móðir, sem var ein heima með ungbarn, skýrði frá því hvernig maður hefði villt á sér heimildir, komið inn á heimilið og ráðist á hana. Líkamsárásin var samkvæmt heimildum Vísis afar gróf og til marks um það er rannsókn málsins í höndum kynferðisbrotadeildar. Lögregla lýsti í kjölfarið eftir manninum sem er talin vera um 180 cm á hæð, á aldrinum 35-45 ára, fölleitur og með svarta hanska og húfu í umrætt skipti. Einhverjar ábendingar hafa borist lögreglu en hafa ekki skilað árangri til þessa. Mannsins er enn leitað. Maðurinn mun hafa tjáð konunni að hann ætlaði að lesa af mælum og þannig hafi hann komist inn á heimilið. Forsvarsmenn orkufyrirtækja sem sjá um mælingar í Hafnarfirði segja sína starsmenn alltaf einkennisklædda og með starfsmannaskírteini. Þá sé ekki farið á heimili að mæla fyrr en eftir klukkan tíu á morgnana.Óska eftir aðstoð almennings Sem fyrr segir er rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og vill lögregla sem minnst um hana segja. Þó er von á tilkynningu frá lögreglu á eftir þar sem óskað verður eftir frekari aðstoð almennings að hafa uppi á manninum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn og ferðir hans eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu á skrifstofutíma í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Uppfært klukkan 11:05Tilkynningu frá lögreglu má sjá að neðan.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði sl. mánudagsmorgun, 15....Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, February 22, 2016
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23 Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Lögregla leitar dökkklædds manns með svarta hanska og húfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem var á ferli í Móabarði í Hafnarfirði um áttaleytið á mánudagsmorgun, 15. febrúar. 17. febrúar 2016 13:23
Hinn grunaði þóttist þurfa að lesa af mælum Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og HS Veitna segja starfsmenn á þeirra vegum ekki banka upp á heima hjá fólki snemma á morgnana. 18. febrúar 2016 12:30