Ólík sýn á nýsköpun í búvörusamningum Snærós Sindradóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Íslenski geitarstofninn er í útrýmingarhættu en það skuldbindur stjórnvöld til að styðja sérstaklega við hann í nýjum búvörusamningum. Fimmtán milljónir á ári renna til geitfjárræktar. vísir/vilhelm „Þú kæfir ekki neitt sem hefur ekki verið komið af stað,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, um ummæli Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Þórólfur: „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu.“ Málið snýr að nýjum búvörusamningum. Þórólfur vill meina að með samningunum sé bændum haldið í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. Guðmundur getur að einhverju leyti tekið undir þetta og segir að lítill stuðningur sé á meðal bændaforystunnar við verkefnið Beint frá býli. Pólitískur vilji frá atvinnuvegaráðuneytinu sé þó til staðar og án ráðuneytisins væri verkefnið orðið að engu. „Það vantar eitthvað í þetta. Þetta er vaxtarbroddur en einhverra hluta vegna hefur það ekki náð flugi að styðja við bakið á mönnum til að koma sér af stað.“ Samkvæmt nýjum búvörusamningum fær Framleiðnisjóður landbúnaðarins 128 milljónir á ári fram til ársins 2026. Það er meira en síðustu ár en samkvæmt fyrri samningum átti sjóðurinn að fá 140 milljónir árið 2017. Beint frá býli hefur, að sögn Guðmundar, fengið sinn stuðning frá Framleiðnisjóðnum en hlutverk sjóðsins er að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Hann segir jákvætt að nú sé föst greiðsla bundin sjóðnum. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands, er ósammála Þórólfi og segir að í nýjum búvörusamningum sé stutt við margs konar nýsköpun. „Það eru settir peningar í lífræna framleiðslu sem hefur ekki verið gert áður.“ Eftirspurn sé eftir lífrænum vörum, þá sérstaklega mjólk. Mikill kostnaður geti fylgt því að fara úr hefðbundnum landbúnaði í lífrænan.Ragnhildur Helga Jónsdóttir„Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé bull og kjaftæði og engum til góða. Það er verið að koma inn byggðasjónarmiði og styrkja byggðir sem standa veikari. Það er líka liður um sjálfbæra þróun og landnýtingu sem er til bóta.“ Þá skuldbindi útrýmingarhætta íslensku geitarinnar stjórnvöld til að grípa í taumana varðandi geitastofninn. „Auk þess er eftirspurn á markaði eftir vörum frá þeim. Með því að styðja við geitaræktina er frekar lagður grundvöllur fyrir því að geitaostur komist á markað.“ Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
„Þú kæfir ekki neitt sem hefur ekki verið komið af stað,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, formaður Beint frá býli, um ummæli Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær. Þar sagði Þórólfur: „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu.“ Málið snýr að nýjum búvörusamningum. Þórólfur vill meina að með samningunum sé bændum haldið í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. Guðmundur getur að einhverju leyti tekið undir þetta og segir að lítill stuðningur sé á meðal bændaforystunnar við verkefnið Beint frá býli. Pólitískur vilji frá atvinnuvegaráðuneytinu sé þó til staðar og án ráðuneytisins væri verkefnið orðið að engu. „Það vantar eitthvað í þetta. Þetta er vaxtarbroddur en einhverra hluta vegna hefur það ekki náð flugi að styðja við bakið á mönnum til að koma sér af stað.“ Samkvæmt nýjum búvörusamningum fær Framleiðnisjóður landbúnaðarins 128 milljónir á ári fram til ársins 2026. Það er meira en síðustu ár en samkvæmt fyrri samningum átti sjóðurinn að fá 140 milljónir árið 2017. Beint frá býli hefur, að sögn Guðmundar, fengið sinn stuðning frá Framleiðnisjóðnum en hlutverk sjóðsins er að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði. Hann segir jákvætt að nú sé föst greiðsla bundin sjóðnum. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, aðjúnkt við Landbúnaðarháskóla Íslands, er ósammála Þórólfi og segir að í nýjum búvörusamningum sé stutt við margs konar nýsköpun. „Það eru settir peningar í lífræna framleiðslu sem hefur ekki verið gert áður.“ Eftirspurn sé eftir lífrænum vörum, þá sérstaklega mjólk. Mikill kostnaður geti fylgt því að fara úr hefðbundnum landbúnaði í lífrænan.Ragnhildur Helga Jónsdóttir„Það er alls ekki hægt að segja að þetta sé bull og kjaftæði og engum til góða. Það er verið að koma inn byggðasjónarmiði og styrkja byggðir sem standa veikari. Það er líka liður um sjálfbæra þróun og landnýtingu sem er til bóta.“ Þá skuldbindi útrýmingarhætta íslensku geitarinnar stjórnvöld til að grípa í taumana varðandi geitastofninn. „Auk þess er eftirspurn á markaði eftir vörum frá þeim. Með því að styðja við geitaræktina er frekar lagður grundvöllur fyrir því að geitaostur komist á markað.“
Búvörusamningar Tengdar fréttir Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08 Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15 Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Nýr búvörusamningur: Vill að neytendur fái sömu leiðréttingu og bændur Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir að verið sé að stoppa í gat sem bændur óttaðist að gætu komið í tollmúrana. 22. febrúar 2016 12:08
Kallar búvörusamninginn glórulausan fjáraustur Helgi Hjörvar segir búvörusamnnginn ekki vera til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og fela í sér glórulausn fjáraustur. 23. febrúar 2016 19:15
Nýr samningur skapi smjörfjöll Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. 23. febrúar 2016 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent