Þrír þolendur í mansali í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Þolendur mansals í yfirstandandi rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi eru nú þrír. Þriðja konan er einnig frá Srí Lanka. Mynd/Stöð 2 Þrjár konur frá Srí Lanka fá stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Tvær konur fundust við húsleit hjá fyrirtækinu Vonta International á Víkurbraut í aðgerðum lögreglu á fimmtudag og eru nú í skjóli yfirvalda. Þriðja konan sætti einnig illri meðferð eiganda Vonta International ehf. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segist ekki vilja tjá sig um rannsókn málsins á þessu stigi vegna rannsóknarhagsmuna. Hann nýtur aðstoðar mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eigandinn var úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald á föstudag. Konurnar tvær sem lögreglan færði í skjól á fimmtudag saumuðu saman flíkur í herbergi á heimili eiganda fyrirtækisins fyrir Icewear. Fyrirtækið var undirverktaki Icewear allt þar til eigandinn var handtekinn á fimmtudag. Lögregla hafði einnig afskipti af fyrirtækinu í desember en þá störfuðu þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu án leyfa. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Icewear, ítrekar að hann hafi ekki vitað af konunum og meðferð þeirra. Hann segir fyrirtækið hafa skoðað undirverktaka sína hér á landi í kjölfar rannsóknar lögreglu. „Það er bara einn undirverktaki annar á Íslandi, hjón sem starfa fyrir okkur og þar er allt með felldu. Annars vil ég ekki tjá mig um málið og ætla að gefa út yfirlýsingu um það seinna,“ segir Ágúst Þór og segir fyrirtækið vinna að því að þróa verkferla til að fyrirbyggja illa meðferð verktaka á starfsfólki í framtíðinni. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögfræðingur og réttargæslumaður, harðneitaði að ræða málefni kvennanna á nokkurn hátt þegar eftir því var leitað hvort þær nytu þjónustu og aðgæslu stjórnvalda samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnar. Heimildir fréttastofu herma að allar konurnar njóti verndar yfirvalda. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali hefur nú verið endurskoðuð og verður áfram í endurskoðun á árinu. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur alþingismanns um áætlun gegn mansali sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Sérstök áhersla verður nú lögð á baráttu gegn vinnumansali með átaki lögreglu í samvinnu við eftirlitsstofnanir og aðila vinnumarkaðarins. Síðustu tvö ár hafa þrjátíu fræðslufundir verið haldnir á landinu um mansal. Á þeim var farið yfir helstu einkenni hugsanlegra fórnarlamba mansals og möguleg úrræði. Íslensk stjórnvöld voru gagnrýnd í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí á síðasta ári og ekki talin styðja nægilega við löggæslu. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar annað mansalsmál frá árinu 2014 sem henni hefur ekki tekist að sinna vegna verkefnastöðu og mannafla. Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Þrjár konur frá Srí Lanka fá stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Tvær konur fundust við húsleit hjá fyrirtækinu Vonta International á Víkurbraut í aðgerðum lögreglu á fimmtudag og eru nú í skjóli yfirvalda. Þriðja konan sætti einnig illri meðferð eiganda Vonta International ehf. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segist ekki vilja tjá sig um rannsókn málsins á þessu stigi vegna rannsóknarhagsmuna. Hann nýtur aðstoðar mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eigandinn var úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald á föstudag. Konurnar tvær sem lögreglan færði í skjól á fimmtudag saumuðu saman flíkur í herbergi á heimili eiganda fyrirtækisins fyrir Icewear. Fyrirtækið var undirverktaki Icewear allt þar til eigandinn var handtekinn á fimmtudag. Lögregla hafði einnig afskipti af fyrirtækinu í desember en þá störfuðu þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu án leyfa. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Icewear, ítrekar að hann hafi ekki vitað af konunum og meðferð þeirra. Hann segir fyrirtækið hafa skoðað undirverktaka sína hér á landi í kjölfar rannsóknar lögreglu. „Það er bara einn undirverktaki annar á Íslandi, hjón sem starfa fyrir okkur og þar er allt með felldu. Annars vil ég ekki tjá mig um málið og ætla að gefa út yfirlýsingu um það seinna,“ segir Ágúst Þór og segir fyrirtækið vinna að því að þróa verkferla til að fyrirbyggja illa meðferð verktaka á starfsfólki í framtíðinni. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögfræðingur og réttargæslumaður, harðneitaði að ræða málefni kvennanna á nokkurn hátt þegar eftir því var leitað hvort þær nytu þjónustu og aðgæslu stjórnvalda samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnar. Heimildir fréttastofu herma að allar konurnar njóti verndar yfirvalda. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali hefur nú verið endurskoðuð og verður áfram í endurskoðun á árinu. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur alþingismanns um áætlun gegn mansali sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Sérstök áhersla verður nú lögð á baráttu gegn vinnumansali með átaki lögreglu í samvinnu við eftirlitsstofnanir og aðila vinnumarkaðarins. Síðustu tvö ár hafa þrjátíu fræðslufundir verið haldnir á landinu um mansal. Á þeim var farið yfir helstu einkenni hugsanlegra fórnarlamba mansals og möguleg úrræði. Íslensk stjórnvöld voru gagnrýnd í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal sem kom út í júlí á síðasta ári og ekki talin styðja nægilega við löggæslu. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar annað mansalsmál frá árinu 2014 sem henni hefur ekki tekist að sinna vegna verkefnastöðu og mannafla.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46 Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00 Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00 Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Mansal í Vík: Maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars Lögregla segir að rannsóknir sem þessar séu afar viðkvæmar og því muni lögregla ekki upplýsa frekar um gang hennar eða efni að svo stöddu. 19. febrúar 2016 17:46
Átti að borga tæpa milljón til þess að vinna fyrir Vonta International Tvær konur sem hafa stöðu þolenda mansals saumuðu saman flíkur hjá fyrirtækinu Vonta International sem var undirverktaki IceWear þar til málið komst upp. Þær bjuggu og störfuðu hjá eigandanum á Víkurbraut í Vík í Mýrdal. Bæjarbúar 20. febrúar 2016 07:00
Rannsaka mansal af krafti "Allur kraftur okkar er í þessari rannsókn og við njótum aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að taka skýrslur og afla gagna og rannsóknin er í fullum gangi,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, um framvinduna á rannsókn á meintu mansali í Vík í Mýrdal. 24. febrúar 2016 07:00
Konurnar unnu í kjallaranum Maðurinn sem var handtekinn stýrði fyrirtæki sem er verktaki hjá Drífu/Icewear. 19. febrúar 2016 10:15