Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 19:54 Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það. Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það.
Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira