Saga tíu ára illdeilna Jimmy Kimmel og Matt Damon Birgir Olgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 18:58 Jimmy Kimmel og Matt Damon hafa lengi eldað grátt silfur saman. Vísir/Youtube Eitt af eftirminnilegri atvikunum frá Óskarskvöldinu í ár er þegar leikarinn Ben Affleck smyglaði vini sínum Matt Damon í spjallþátt Jimmy Kimmel. Spjallþáttastjórnandinn brást hinn versti við enda hafa Damon og Kimmel eldað grátt silfur saman í rúman áratug. Allt er þetta gert í nafni grínsins og bráðfyndið á köflum.Kimmel fékk sinn eigin þátt árið 2003 á ABC-sjónvarpsstöðinni en hann lýsti því nýverið í viðtali við NPR að þátturinn hefði verið dapur um tíma. Þeim gekk illa að bóka alvöru gesti og í eitt skiptið þegar Kimmel var ekki sáttur við þáttinn kvaddi hann áhorfendur með því að segja: „Ég vil biðja Matt Damon afsökunar. Við runnum út á tíma.“ Einn af framleiðendum þáttarins var svo ánægður með þetta grín að hann bað Kimmel um að endurtaka það á hverju kvöldi. Í september árið 2006 kom svo loksins að því að Matt Damon féllst á að mæta í þáttinn. Af því tilefni ákvað Kimmel að rifja upp öll skiptin sem hann hafði beðið Matt Damon afsökunar. Sú upprifjun varð svo löng að það reyndist ekki tími til að spjalla við Matt Damon sem sást eftir þáttinn missa gjörsamlega stjórn á skapi sínu og hella sér yfir Kimmel. Virkilega gott grín.Í júní árið 2007 fór einn af aðstoðarmönnum Kimmels, Guillermo, á frumsýningu á myndinni Ocean´s Thirteen, þar sem hann ræddi við stjörnur myndarinnar. Þegar kom að Matt Damon reyndist ekki vera tími til að ræða við hann.Í ágúst árið 2007 ákvað Kimmel að gera grín að myndinni The Bourne Ultimatum en um er að ræða þriðju myndinni í seríunni um ofurnjósnarann Jason Bourne sem Matt Damon leikur. Í þættinum var búið að gera ráð fyrir að Damon myndi leika Bourne en Kimmel ákvað að skipta honum út fyrir Guillermo, við litla hrifningu Damons.Í janúar árið 2008 náði Damon að hefna sín rækilega Kimmel. Þáverandi kærasta Kimmels, Sarah Silverman, ákvað að senda honum afmælismyndband þar sem hún tilkynnti honum hróðug að hún væri að sofa hjá Matt Damon.Mánuði síðar mætti Kimmel með sitt eigið myndband þar sem hann sagðist vera að sofa hjá Ben Affleck, einum af bestu vinum Matt Damons en þeir unnu Óskarinn saman fyrir Good Will Hunting.Tveimur árum síðar sendi Kimmel frá sér atriði þar sem klúbbur myndarlegra manna kom saman. Fór svo að Kimmel var kosinn út úr klúbbnum við mikla hrifningu Damons. Í febrúar 2012 sendi Kimmel frá sér Óskarsgrín í tengslum við spjallþáttinn þar sem hann kynnti til leiks stikluna úr kvikmyndinni Movie: The Movie. Með helstu hlutverk í myndinni fóru stórstjörnur á borð við George Clooney, Emily Blunt og Colin Farrell, en hlutverk Damons sem mennskt vínber, var klippt úr myndinni.Ári síðar sendi Damon frá sér myndband þar sem hann hafði tekið Kimmel gíslingu og tilkynnti áhorfendur að hann hefði tekið yfir þáttinn hans.Febrúar 2014 mættu leikarar myndarinnar The Monuments Men í þáttinn. Matt Damon var í leikarahópi þeirrar myndarinnar en fékk ekki að koma nálægt gesta sófanum. Honum var lofað að tjá sig undir lok þáttarins en það reyndist ekki mögulegt sökum þess að það kviknaði í myndverinu.Kimmel er þekktur fyrir að láta stjörnur lesa upp svívirðingar sem Twitter-notendur hafa ausið yfir þær. Þegar Damon var fenginn í það verkefni mátti hann þola svívirðingar frá sjálfum Kimmel.Í september síðastliðnum sóttu þeir síðan sambandsráðgjöf til að reyna að létta spennuna á milli þeirra.Loks kom svo að stundinni í gær þegar Ben Affleck smyglaði Matt Damon í þáttinn. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Eitt af eftirminnilegri atvikunum frá Óskarskvöldinu í ár er þegar leikarinn Ben Affleck smyglaði vini sínum Matt Damon í spjallþátt Jimmy Kimmel. Spjallþáttastjórnandinn brást hinn versti við enda hafa Damon og Kimmel eldað grátt silfur saman í rúman áratug. Allt er þetta gert í nafni grínsins og bráðfyndið á köflum.Kimmel fékk sinn eigin þátt árið 2003 á ABC-sjónvarpsstöðinni en hann lýsti því nýverið í viðtali við NPR að þátturinn hefði verið dapur um tíma. Þeim gekk illa að bóka alvöru gesti og í eitt skiptið þegar Kimmel var ekki sáttur við þáttinn kvaddi hann áhorfendur með því að segja: „Ég vil biðja Matt Damon afsökunar. Við runnum út á tíma.“ Einn af framleiðendum þáttarins var svo ánægður með þetta grín að hann bað Kimmel um að endurtaka það á hverju kvöldi. Í september árið 2006 kom svo loksins að því að Matt Damon féllst á að mæta í þáttinn. Af því tilefni ákvað Kimmel að rifja upp öll skiptin sem hann hafði beðið Matt Damon afsökunar. Sú upprifjun varð svo löng að það reyndist ekki tími til að spjalla við Matt Damon sem sást eftir þáttinn missa gjörsamlega stjórn á skapi sínu og hella sér yfir Kimmel. Virkilega gott grín.Í júní árið 2007 fór einn af aðstoðarmönnum Kimmels, Guillermo, á frumsýningu á myndinni Ocean´s Thirteen, þar sem hann ræddi við stjörnur myndarinnar. Þegar kom að Matt Damon reyndist ekki vera tími til að ræða við hann.Í ágúst árið 2007 ákvað Kimmel að gera grín að myndinni The Bourne Ultimatum en um er að ræða þriðju myndinni í seríunni um ofurnjósnarann Jason Bourne sem Matt Damon leikur. Í þættinum var búið að gera ráð fyrir að Damon myndi leika Bourne en Kimmel ákvað að skipta honum út fyrir Guillermo, við litla hrifningu Damons.Í janúar árið 2008 náði Damon að hefna sín rækilega Kimmel. Þáverandi kærasta Kimmels, Sarah Silverman, ákvað að senda honum afmælismyndband þar sem hún tilkynnti honum hróðug að hún væri að sofa hjá Matt Damon.Mánuði síðar mætti Kimmel með sitt eigið myndband þar sem hann sagðist vera að sofa hjá Ben Affleck, einum af bestu vinum Matt Damons en þeir unnu Óskarinn saman fyrir Good Will Hunting.Tveimur árum síðar sendi Kimmel frá sér atriði þar sem klúbbur myndarlegra manna kom saman. Fór svo að Kimmel var kosinn út úr klúbbnum við mikla hrifningu Damons. Í febrúar 2012 sendi Kimmel frá sér Óskarsgrín í tengslum við spjallþáttinn þar sem hann kynnti til leiks stikluna úr kvikmyndinni Movie: The Movie. Með helstu hlutverk í myndinni fóru stórstjörnur á borð við George Clooney, Emily Blunt og Colin Farrell, en hlutverk Damons sem mennskt vínber, var klippt úr myndinni.Ári síðar sendi Damon frá sér myndband þar sem hann hafði tekið Kimmel gíslingu og tilkynnti áhorfendur að hann hefði tekið yfir þáttinn hans.Febrúar 2014 mættu leikarar myndarinnar The Monuments Men í þáttinn. Matt Damon var í leikarahópi þeirrar myndarinnar en fékk ekki að koma nálægt gesta sófanum. Honum var lofað að tjá sig undir lok þáttarins en það reyndist ekki mögulegt sökum þess að það kviknaði í myndverinu.Kimmel er þekktur fyrir að láta stjörnur lesa upp svívirðingar sem Twitter-notendur hafa ausið yfir þær. Þegar Damon var fenginn í það verkefni mátti hann þola svívirðingar frá sjálfum Kimmel.Í september síðastliðnum sóttu þeir síðan sambandsráðgjöf til að reyna að létta spennuna á milli þeirra.Loks kom svo að stundinni í gær þegar Ben Affleck smyglaði Matt Damon í þáttinn.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira