Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 12:37 Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum vegna dekkjakurlsins. Foreldrar í Reykjavík, margir hverjir, eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á gervigrasvöllum ekki alfarið út í ár. Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Borgin lagði fram áætlun um endurnýjun valla í gær. Níu keppnis- og æfingavellir með gervigrasi eru í eigu Reykjavíkurborgar. Kynnt hefur verið áætlun í borgarráði um endurnýjun vallanna en samkvæmt henni verður hafist handa við Víkingsvöll á þessu ári en þar verður skipt um gras og gúmmí. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á fimmtíu milljónir króna. Þá verður gervigrasvöllur KR endurnýjaður á næsta ári, Leiknis í Breiðholti í árið 2018 og ÍR í Breiðholti 2019. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli ekki vera farið í að taka á þeim vallarsvæðum þar sem þetta dekkjakurl í notkun. Við að sjálfsögðu fögnum því að það sé komin fram áætlun um endurnýjun gervigrasvalla en þá er ljóst að borgin er ekki að fara í aðgerðir strax á þeim svæðum þar sem þetta svarta kurl er í notkun. Það er ljóst að það er uppi vafi um heilbrigðisáhrif um notkun þessa kurls á svæðum þar sem börn og iðkendur eru,“ segir Kristinn Wiium, sem er á meðal þeirra foreldra sem barist hafa fyrir dekkjakurlslausum gervigrasvöllum. Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum af notkun slíks kurls á íþróttavöllum, og hefur umboðsmaður barna sömuleiðis lýst yfir áhyggjum vegna málsins. „Það er uppi vafi. Það eru upplýsingar sem eru um að hugsanlega sé þetta kurl heilsuspillandi. Það eru líka upplýsingar um annað. Við foreldrar vitum það ekki en það er akkúrat það, það er uppi efi og vafi og þess vegna hefði maður viljað að það hefði verið farið hraðar í þetta, til að eyða þessum vafa,“ segir Kristinn. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við málinu. Í Kópavogi var lögð fram áætlun í október í fyrra og hafist hefur verið handa við að endurnýja gervigrasvelli í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla með nýju gúmmíi. Þá verður lagt nýtt gervigras í Risanum í Hafnarfirði og sömuleiðis á Seltjarnarnesi en til stendur að hefja framkvæmdir í apríl. Þá hefur jafnframt verið lögð fram áætlun í Grindavík, Bolungarvík, Fjallabyggð (Siglufirði) og Blönduósi. Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Foreldrar í Reykjavík, margir hverjir, eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á gervigrasvöllum ekki alfarið út í ár. Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Borgin lagði fram áætlun um endurnýjun valla í gær. Níu keppnis- og æfingavellir með gervigrasi eru í eigu Reykjavíkurborgar. Kynnt hefur verið áætlun í borgarráði um endurnýjun vallanna en samkvæmt henni verður hafist handa við Víkingsvöll á þessu ári en þar verður skipt um gras og gúmmí. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á fimmtíu milljónir króna. Þá verður gervigrasvöllur KR endurnýjaður á næsta ári, Leiknis í Breiðholti í árið 2018 og ÍR í Breiðholti 2019. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli ekki vera farið í að taka á þeim vallarsvæðum þar sem þetta dekkjakurl í notkun. Við að sjálfsögðu fögnum því að það sé komin fram áætlun um endurnýjun gervigrasvalla en þá er ljóst að borgin er ekki að fara í aðgerðir strax á þeim svæðum þar sem þetta svarta kurl er í notkun. Það er ljóst að það er uppi vafi um heilbrigðisáhrif um notkun þessa kurls á svæðum þar sem börn og iðkendur eru,“ segir Kristinn Wiium, sem er á meðal þeirra foreldra sem barist hafa fyrir dekkjakurlslausum gervigrasvöllum. Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum af notkun slíks kurls á íþróttavöllum, og hefur umboðsmaður barna sömuleiðis lýst yfir áhyggjum vegna málsins. „Það er uppi vafi. Það eru upplýsingar sem eru um að hugsanlega sé þetta kurl heilsuspillandi. Það eru líka upplýsingar um annað. Við foreldrar vitum það ekki en það er akkúrat það, það er uppi efi og vafi og þess vegna hefði maður viljað að það hefði verið farið hraðar í þetta, til að eyða þessum vafa,“ segir Kristinn. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við málinu. Í Kópavogi var lögð fram áætlun í október í fyrra og hafist hefur verið handa við að endurnýja gervigrasvelli í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla með nýju gúmmíi. Þá verður lagt nýtt gervigras í Risanum í Hafnarfirði og sömuleiðis á Seltjarnarnesi en til stendur að hefja framkvæmdir í apríl. Þá hefur jafnframt verið lögð fram áætlun í Grindavík, Bolungarvík, Fjallabyggð (Siglufirði) og Blönduósi.
Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00
60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45
Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15
Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06