Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 07:00 Maður sem talið er að tengist fíkniefnaheiminum hérlendis virðist hafa fengið viðvörun innan úr lögreglunni vegna yfirvofandi húsleitar. Visir/GVA Einn einstaklingur sem ekki starfar innan lögreglunnar hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn héraðssaksóknara á meintri spillingu innan fíkniefnadeildar lögreglunnar. Upphaf rannsóknarinnar má rekja til lögreglufulltrúa sem var endurtekið færður til í starfi á liðnu ári eftir að kvartanir frá meirihluta fíkniefnadeildar bárust inn á borð ríkislögreglustjóra. Honum var svo vikið frá störfum í janúar þegar formleg rannsókn héraðssaksóknara á hendur honum hófst. Lögreglufulltrúinn hefur í lengri tíma sætt ásökunum samstarfsmanna og almennings um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum, þar á meðal hinn grunaða. Fulltrúinn er grunaður um að hafa lekið upplýsingum um störf lögreglu og þannig spillt rannsóknum og aðstoðað aðila í undirheimunum.Dæmi er um að yfirmenn lögreglu hafi fullyrt að rannsókn hafi farið fram á ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum eins og lesa má nánar um hér.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014. Hann fullyrti snemma árs 2012 að ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Engin formleg rannsókn fór fram.Vísir/ErnirHúsnæðið tæmt áður en aðgerð lögreglu hófst Einstaklingurinn sem grunaður er um að hafa aðkomu að fíkniefnaheiminum mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara hafa viðurkennt að lögreglufulltrúinn hafi að minnsta kosti einu sinni varað hann við því að lögreglan hygðist framkvæma húsleit í húsnæði sem hann hafði aðkomu að og grunur lék á að í væru fíkniefni. Þannig tókst að tæma húsnæðið áður en aðgerð lögreglunnar hófst. Óljóst er hvort peningar hafi skipt um hendur en einstaklingurinn mun hafa veitt lögreglufulltrúanum upplýsingar um umsvif annarra manna í fíkniefnaheiminum gegn þessum viðvörunum. Sjá einnig:Lögreglufulltrúinn stýrði tálbeituaðgerðinni Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann verið tregur til að tjá sig frekar í yfirheyrslum lögreglunnar um samband sitt við lögreglufulltrúann, vegna stöðu sinnar sem sakborningur.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.vísir/gvaÍ óeðlilegri stöðu Lögreglufulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í upplýsingadeild og fíkniefnadeild á sama tíma. Um er að ræða fyrirkomulag sem þykir gagnrýnisvert. Þannig fór hann með upplýsingar sem uppljóstrarar komu með til lögreglu og hafði á sama tíma ákvörðunarvald um það hvaða aðilar og mál væru tekin til rannsóknar. Sömuleiðis hvaða mál væri ekki ástæða til að skoða frekar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins miða vel. Hann getur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu.Vísir/GVAStór munur á sakborningi og vitni Ólafur segir uppljóstraraákvæði, þar sem veita má aðila sem gæti komið með upplýsingar um saknæma háttsemi annarra sem erfitt væri að sanna að öðru leyti, ekki lengur við lýði. Slíkt ákvæði var til staðar í lögum um embætti sérstaks saksóknara sem féllu úr gildi um áramótin, en ákvæðið gilti aðeins um efnahagsbrotamál. „Þetta er alltaf erfið spurning. Um leið og þú ert farinn að spyrja aðila spurninga sem fela í sér mögulegar upplýsingar um brot viðkomandi þá kikka inn ákveðin réttindi fyrir hann. Til dæmis ber að útvega sakborningi verjanda en ekki vitni. Þetta er réttindaspursmál fyrir þann sem verið er að tala við. Þetta er alltaf sjálfstætt athugunarefni þegar mál eru tekin upp,“ segir Ólafur. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem nýlega var vikið frá störfum. Hinn er rannsóknarlögreglumaður sem sætti gæsluvarðhaldi yfir áramótin vegna gruns um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Það mál er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Einn einstaklingur sem ekki starfar innan lögreglunnar hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn héraðssaksóknara á meintri spillingu innan fíkniefnadeildar lögreglunnar. Upphaf rannsóknarinnar má rekja til lögreglufulltrúa sem var endurtekið færður til í starfi á liðnu ári eftir að kvartanir frá meirihluta fíkniefnadeildar bárust inn á borð ríkislögreglustjóra. Honum var svo vikið frá störfum í janúar þegar formleg rannsókn héraðssaksóknara á hendur honum hófst. Lögreglufulltrúinn hefur í lengri tíma sætt ásökunum samstarfsmanna og almennings um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum, þar á meðal hinn grunaða. Fulltrúinn er grunaður um að hafa lekið upplýsingum um störf lögreglu og þannig spillt rannsóknum og aðstoðað aðila í undirheimunum.Dæmi er um að yfirmenn lögreglu hafi fullyrt að rannsókn hafi farið fram á ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum eins og lesa má nánar um hér.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014. Hann fullyrti snemma árs 2012 að ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Engin formleg rannsókn fór fram.Vísir/ErnirHúsnæðið tæmt áður en aðgerð lögreglu hófst Einstaklingurinn sem grunaður er um að hafa aðkomu að fíkniefnaheiminum mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara hafa viðurkennt að lögreglufulltrúinn hafi að minnsta kosti einu sinni varað hann við því að lögreglan hygðist framkvæma húsleit í húsnæði sem hann hafði aðkomu að og grunur lék á að í væru fíkniefni. Þannig tókst að tæma húsnæðið áður en aðgerð lögreglunnar hófst. Óljóst er hvort peningar hafi skipt um hendur en einstaklingurinn mun hafa veitt lögreglufulltrúanum upplýsingar um umsvif annarra manna í fíkniefnaheiminum gegn þessum viðvörunum. Sjá einnig:Lögreglufulltrúinn stýrði tálbeituaðgerðinni Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hann verið tregur til að tjá sig frekar í yfirheyrslum lögreglunnar um samband sitt við lögreglufulltrúann, vegna stöðu sinnar sem sakborningur.Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.vísir/gvaÍ óeðlilegri stöðu Lögreglufulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í upplýsingadeild og fíkniefnadeild á sama tíma. Um er að ræða fyrirkomulag sem þykir gagnrýnisvert. Þannig fór hann með upplýsingar sem uppljóstrarar komu með til lögreglu og hafði á sama tíma ákvörðunarvald um það hvaða aðilar og mál væru tekin til rannsóknar. Sömuleiðis hvaða mál væri ekki ástæða til að skoða frekar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins miða vel. Hann getur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu.Vísir/GVAStór munur á sakborningi og vitni Ólafur segir uppljóstraraákvæði, þar sem veita má aðila sem gæti komið með upplýsingar um saknæma háttsemi annarra sem erfitt væri að sanna að öðru leyti, ekki lengur við lýði. Slíkt ákvæði var til staðar í lögum um embætti sérstaks saksóknara sem féllu úr gildi um áramótin, en ákvæðið gilti aðeins um efnahagsbrotamál. „Þetta er alltaf erfið spurning. Um leið og þú ert farinn að spyrja aðila spurninga sem fela í sér mögulegar upplýsingar um brot viðkomandi þá kikka inn ákveðin réttindi fyrir hann. Til dæmis ber að útvega sakborningi verjanda en ekki vitni. Þetta er réttindaspursmál fyrir þann sem verið er að tala við. Þetta er alltaf sjálfstætt athugunarefni þegar mál eru tekin upp,“ segir Ólafur. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem nýlega var vikið frá störfum. Hinn er rannsóknarlögreglumaður sem sætti gæsluvarðhaldi yfir áramótin vegna gruns um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Það mál er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
„Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00