Rúmur meirihluti vill sjá Baldur og Felix á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2016 10:13 Meirihluti spurðra er jákvæður gagnvart þeirri hugmynd að næsti forseti verði dr. Baldur Þórhallsson með Felix Bergsson sér við hlið. Vísir hefur undir höndum niðurstöðu Gallup-könnunar þar sem spurt er: „Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum Felix Bergssyni á Bessastaði?“ Niðurstaðan liggur fyrir og í ljós kemur að liðlegur meirihluti, eða 51,4 prósent, lýsir sig jákvæðan gagnvart þeirri hugmynd. Sé könnunin greind frekar kemur í ljós að meðal þeirra sem afstöðu tóku eru 17,1 prósent svarenda eru mjög jákvæðir, 34,4 prósent frekar jákvæðir, 20,6 prósent eru frekar neikvæðir og mjög neikvæðir eru 27,9 prósent. Úrtak taldi 1438, þeir sem ekki svöruðu voru 579, fjöldi svarenda eru 859 sem þýðir að þátttökuhlutfall eru rétt tæp 60 prósent.Skjáskot úr könnuninni.Samkvæmt heimildum Vísis hefur Baldur ekki gert upp hug sinn enn. Víst má telja að niðurstöður þessarar könnunar verði til þess að hann hugleiði framboð af meiri alvöru nú en verið hefur. Samkvæmt þessum tölum má heita víst að framboð hans yrði umdeilt. Baldur hefur verið í framboði fyrir Samfylkinguna og er ekki í hávegum hafður meðal til að mynda flokkshollra Sjálfstæðismanna. Nokkra athygli vekur að rétt rúm 30 prósent þeirra sem spurðir voru vita ekki eða vissu hver dr. Baldur Þórhallsson er. Í forsetaframboði skiptir maki frambjóðanda máli, það hefur sýnt sig í tilfelli Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi haft við hlið sér í forsetakosningum vinsæla maka, sem hafa skipt sköpum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er vinsæll sjónvarpsmaður og leikari og telja má víst að hann muni reynast eiginmanni sínum stoð og stytta, ákveði Baldur að fara fram. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Vísir hefur undir höndum niðurstöðu Gallup-könnunar þar sem spurt er: „Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart því að dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði verði næsti forseti Íslands og setjist ásamt maka sínum Felix Bergssyni á Bessastaði?“ Niðurstaðan liggur fyrir og í ljós kemur að liðlegur meirihluti, eða 51,4 prósent, lýsir sig jákvæðan gagnvart þeirri hugmynd. Sé könnunin greind frekar kemur í ljós að meðal þeirra sem afstöðu tóku eru 17,1 prósent svarenda eru mjög jákvæðir, 34,4 prósent frekar jákvæðir, 20,6 prósent eru frekar neikvæðir og mjög neikvæðir eru 27,9 prósent. Úrtak taldi 1438, þeir sem ekki svöruðu voru 579, fjöldi svarenda eru 859 sem þýðir að þátttökuhlutfall eru rétt tæp 60 prósent.Skjáskot úr könnuninni.Samkvæmt heimildum Vísis hefur Baldur ekki gert upp hug sinn enn. Víst má telja að niðurstöður þessarar könnunar verði til þess að hann hugleiði framboð af meiri alvöru nú en verið hefur. Samkvæmt þessum tölum má heita víst að framboð hans yrði umdeilt. Baldur hefur verið í framboði fyrir Samfylkinguna og er ekki í hávegum hafður meðal til að mynda flokkshollra Sjálfstæðismanna. Nokkra athygli vekur að rétt rúm 30 prósent þeirra sem spurðir voru vita ekki eða vissu hver dr. Baldur Þórhallsson er. Í forsetaframboði skiptir maki frambjóðanda máli, það hefur sýnt sig í tilfelli Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi haft við hlið sér í forsetakosningum vinsæla maka, sem hafa skipt sköpum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er vinsæll sjónvarpsmaður og leikari og telja má víst að hann muni reynast eiginmanni sínum stoð og stytta, ákveði Baldur að fara fram.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira