Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Ingvar Haraldsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Haukur Oddsson, segir eftir á að hyggja starfsmenn og stjórendur Borgunar hafa gert mistök með því að selja hlut í Borgun síðasta sumar. Vísir/ERNIR „Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert, að selja þarna, það var hörmung að gera það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um sölu starfsmanna og stjórnenda Borgunar á 3,85 prósenta hlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar í júlí á síðasta ári. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS á 433 milljónir króna. Því jókst virði Borgunar um 57 prósent á átta mánuðum. Haukur segir hækkunina helst skýrast af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi á tímabilinu. Hlutabréfaverð á Íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.Von á fimm milljörðum í peningum Haukur Oddsson segir engu síður að kaupverðið staðfesti að forsvarsmenn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér valrétt til að eignast Visa Europe. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir,“ segir Haukur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að salan á hlut starfsmanna og stjórnenda gekk í gegn, tilkynnti Visa Inc. að það hygðist nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe á um 3.000 milljarða íslenskra króna. Borgun á von á tæplega 5 milljarða peningagreiðslu vegna þessa. Haukur segir ljóst að hann og aðrir stjórnendur og starfsmenn Borgunar muni tapa á sölunni síðasta sumar. Engin ákvæði hafi verið um viðbótargreiðslu ef af kaupunum á Visa Europe yrði. „Verðmatið eftir dílinn er miklu, miklu, hærra en þetta. Þannig að það er alveg augljóst að við vorum alveg grunlaus um að þetta væri að koma.“ Morgunblaðið greindi fyrr í febrúar frá því að miðað við nýtt verðmat KPMG væri Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna.Borgun metin á 7,3 milljarða Haukur er einnig hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Borgun. Hann segir söluna hafa verið fjármagnaða með hlutafjáraukningu sem hann hafi ekki tekið þátt í og því hafi eignarhlutur hans lækkað. Haukur segir verðið sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar seldu á hafa verið í samræmi við verð í viðskiptum með aðra hluti í Borgun á þessum tíma. Landsbankinn seldi hins vegar 0,41 prósents hlut í Borgun þann 29. maí 2015, eftir opið útboð, til Fasteignafélagsins Auðbrekku 17 ehf. á 30 milljónir króna. Landsbankinn eignaðist hlutinn við yfirtöku á Sparisjóði Vestmannaeyja í mars. Miðað við það kaupverð var Borgun í heild metin á 7,3 milljarða króna, helmingi lægra verði en stjórnendurnir seldu á tveimur mánuðum síðar. Borgunarmálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
„Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert, að selja þarna, það var hörmung að gera það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um sölu starfsmanna og stjórnenda Borgunar á 3,85 prósenta hlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar í júlí á síðasta ári. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS á 433 milljónir króna. Því jókst virði Borgunar um 57 prósent á átta mánuðum. Haukur segir hækkunina helst skýrast af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi á tímabilinu. Hlutabréfaverð á Íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.Von á fimm milljörðum í peningum Haukur Oddsson segir engu síður að kaupverðið staðfesti að forsvarsmenn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér valrétt til að eignast Visa Europe. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir,“ segir Haukur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að salan á hlut starfsmanna og stjórnenda gekk í gegn, tilkynnti Visa Inc. að það hygðist nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe á um 3.000 milljarða íslenskra króna. Borgun á von á tæplega 5 milljarða peningagreiðslu vegna þessa. Haukur segir ljóst að hann og aðrir stjórnendur og starfsmenn Borgunar muni tapa á sölunni síðasta sumar. Engin ákvæði hafi verið um viðbótargreiðslu ef af kaupunum á Visa Europe yrði. „Verðmatið eftir dílinn er miklu, miklu, hærra en þetta. Þannig að það er alveg augljóst að við vorum alveg grunlaus um að þetta væri að koma.“ Morgunblaðið greindi fyrr í febrúar frá því að miðað við nýtt verðmat KPMG væri Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna.Borgun metin á 7,3 milljarða Haukur er einnig hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Borgun. Hann segir söluna hafa verið fjármagnaða með hlutafjáraukningu sem hann hafi ekki tekið þátt í og því hafi eignarhlutur hans lækkað. Haukur segir verðið sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar seldu á hafa verið í samræmi við verð í viðskiptum með aðra hluti í Borgun á þessum tíma. Landsbankinn seldi hins vegar 0,41 prósents hlut í Borgun þann 29. maí 2015, eftir opið útboð, til Fasteignafélagsins Auðbrekku 17 ehf. á 30 milljónir króna. Landsbankinn eignaðist hlutinn við yfirtöku á Sparisjóði Vestmannaeyja í mars. Miðað við það kaupverð var Borgun í heild metin á 7,3 milljarða króna, helmingi lægra verði en stjórnendurnir seldu á tveimur mánuðum síðar.
Borgunarmálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira