Álverið verði af verulegum tekjum verði af vinnustöðvuninni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 12:25 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir flest benda til að kaupendur snúi sér annað þegar hætt verði að skipa áli um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. vísir Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, telur að verulegt tekjutap muni hljótast af vinnustöðvun starfsmanna við hafnarsvæði fyrirtækisins. Flest bendi til að kaupendur snúi sér annað þegar hætt verði að skipa áli um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. „Þetta er mjög alvarleg staða þegar fyrirtækið getur ekki komið til með að standa við afhendingu á vöru sem það er að selja. Þannig að þetta er mjög afgerandi þrýstingur á fyrirtækið og viðkvæmt fyrir því að geta ekki staðið skil á þeirri vöru sem það er að framleiða. Kaupendurnir eru ekki eingöngu bundnir af því að fá ál frá ÍSAL. Þeir geta snúið sér til annarra framleiðanda þannig að þetta er mjög alvarlegur þrýstingur,“ segir Gylfi. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu á mánudag ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hefst á miðnætti 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir það að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Gylfi segir þessar aðgerðir hafa verið nauðsynlegar til að knýja fram kjarabætur fyrir starfsmenn. „Í öllu þessu samstarfi stjórnenda fyrirtækisins með starfsmönnum þá höfum við náð að tryggja það að það er meiri áreiðanleiki af afhendingu vöru frá ÍSAL til kaupenda frá Evrópu heldur en frá öðrum álfyrirtækjum í Evrópu. Þannig að þetta eru samskipti og samstarf sem hefur verið með stjórnendum og starfsmönnum í þessu ferli öllu og skiptir miklu máli,“ segir hann. Þá segir hann stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega og útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða. „Það hlýtur að vera mjög alvarlegt skref í þessari baráttu vegna þess að útflutningsbann hlýtur að koma mjög alvarlega við fyrirtækið.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. 16. febrúar 2016 13:21 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, telur að verulegt tekjutap muni hljótast af vinnustöðvun starfsmanna við hafnarsvæði fyrirtækisins. Flest bendi til að kaupendur snúi sér annað þegar hætt verði að skipa áli um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. „Þetta er mjög alvarleg staða þegar fyrirtækið getur ekki komið til með að standa við afhendingu á vöru sem það er að selja. Þannig að þetta er mjög afgerandi þrýstingur á fyrirtækið og viðkvæmt fyrir því að geta ekki staðið skil á þeirri vöru sem það er að framleiða. Kaupendurnir eru ekki eingöngu bundnir af því að fá ál frá ÍSAL. Þeir geta snúið sér til annarra framleiðanda þannig að þetta er mjög alvarlegur þrýstingur,“ segir Gylfi. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu á mánudag ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hefst á miðnætti 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir það að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Gylfi segir þessar aðgerðir hafa verið nauðsynlegar til að knýja fram kjarabætur fyrir starfsmenn. „Í öllu þessu samstarfi stjórnenda fyrirtækisins með starfsmönnum þá höfum við náð að tryggja það að það er meiri áreiðanleiki af afhendingu vöru frá ÍSAL til kaupenda frá Evrópu heldur en frá öðrum álfyrirtækjum í Evrópu. Þannig að þetta eru samskipti og samstarf sem hefur verið með stjórnendum og starfsmönnum í þessu ferli öllu og skiptir miklu máli,“ segir hann. Þá segir hann stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega og útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða. „Það hlýtur að vera mjög alvarlegt skref í þessari baráttu vegna þess að útflutningsbann hlýtur að koma mjög alvarlega við fyrirtækið.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. 16. febrúar 2016 13:21 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. 16. febrúar 2016 13:21
Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17