Lífið

Stephen Colbert rífur Kanye West í sig: Ekki sniðugt að biðja stofnanda Facebook um pening á Twitter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stephen Colbert tók West fyrir.
Stephen Colbert tók West fyrir. vísir
Bandaríski þáttastjórnandinn Stephen Colbert tók rapparann Kanye West fyrir í þættinum Late Show.

Kanye hefur farið mikinn á Twitter að undanförnu og er farinn að biðja ríkustu menn heims um fjárstuðning fyrir fyrirtækið sitt. Þá segist hann skulda 53 milljónir Bandaríkjadollara eða því sem samsvarar tæplega sjö milljarður íslenskra króna.

Hann hefur lagt mikið í sölurnar í tískuheiminum og reynt að koma fatalínunni Yeezy á markað með trompi. Svo virðist eins og það hafi eitthvað misheppnast.

Kanye neitaði að mæta á Grammy-verðlaunin þar sem hann var ekki tilnefndur.

Hann gerir lítið úr Taylor Swift í lagi á nýrri plötu þar sem meðal annars þessi setning kemur fram: „Ég held að ég og Taylor gætum einn daginn sofið saman, af hverju? ég gerði þessa tík fræga."

Vakið hefur athygli að bón Kanye til Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, um að fjárfesta milljarð dollara í verkefnum sínum var sett fram á Twitter, helsta samkeppnismiðli Facebook. Colbert gerir meðal annars grín að þessu.

Zuckerberg hefur ekki tjáð sig um málið en hann skellti þó í eitt „læk“ á Facebook-síðu fyrrum forritara hjá Facebook, sem benti á þessa mótsögn, eins og sjá má á skjáskotinu hér í fréttinni.


Tengdar fréttir

Kanye West segist skulda milljarða

Kanye West er einn þekktasti tónlistarmaðurinn í heiminum og hefur hann sett sinn svip á rappsenuna undanfarinn áratug og rúmlega það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×