Samkeppniseftirlitið boðar hærri sektir Ingvar Haraldsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á von á að sektir eftirlitsins hækki á næstu árum. vísir/anton Búast má við því að sektir Samkeppniseftirlitsins hækki á næstu árum að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Páll sagði á fundi eftirlitsins í gær, að það yrði að líkindum niðurstaða aukinnar samræmingar eftirlitstækja samkeppniseftirlitsstofnana í Evrópu. „Eitt af því sem menn eru að draga lærdóm af úr fortíðinni í Evrópu er að sektir hafa ekki verið að hafa þau varnaðaráhrif í öllum tilfellum, í öllum ríkjum í Evrópu sem æskilegt hefði verið. Þannig að þróunin er í þá átt. Það má alveg gera ráð fyrir því að sú þróun sem verið hefur í Evrópu hækki sektir hér á landi líka,“ sagði Páll. Forstjórinn benti á að af um sextíu sektum sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á fyrirtæki hefðu sex fyrirtæki verið sektuð oftar en einu sinni og eitt fyrirtæki (Síminn) hefði verið sektað sex sinnum. Það bendi til þess að sektirnar hafi ekki þann fælingarmátt sem ætlast hafi verið til, að minnsta kosti ekki í þeim málum. Þá hefðu sektir Samkeppniseftirlitsins almennt verið fremur lágar miðað við þau viðmið sem ESA notar við álagningu sekta. Þá sagði Páll að á næstu árum mætti búast við því að Samkeppniseftirlitið myndi stefna að auknu gegnsæi varðandi álagningu sekta líkt og tíðkast hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Reglurnar mættu hins vegar ekki vera þannig að fyrirtæki gætu reiknað út fyrir fram hvort brot á samkeppnislögum borgi sig. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá ESA, sagði í erindi sínu á fundinum að búast mætti við að meira myndi bera á hlutverki ESA við rannsókn samkeppnismála hér á landi á næstu árum. ESA hefði þegar rannsakað nokkur mál sem sneru að íslenskum fyrirtækjum án þess að það hefði skilað niðurstöðu. Ósennilegt væri að ekkert þessara mála myndi skila niðurstöðu á næstu árum eða áratugum. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Búast má við því að sektir Samkeppniseftirlitsins hækki á næstu árum að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Páll sagði á fundi eftirlitsins í gær, að það yrði að líkindum niðurstaða aukinnar samræmingar eftirlitstækja samkeppniseftirlitsstofnana í Evrópu. „Eitt af því sem menn eru að draga lærdóm af úr fortíðinni í Evrópu er að sektir hafa ekki verið að hafa þau varnaðaráhrif í öllum tilfellum, í öllum ríkjum í Evrópu sem æskilegt hefði verið. Þannig að þróunin er í þá átt. Það má alveg gera ráð fyrir því að sú þróun sem verið hefur í Evrópu hækki sektir hér á landi líka,“ sagði Páll. Forstjórinn benti á að af um sextíu sektum sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á fyrirtæki hefðu sex fyrirtæki verið sektuð oftar en einu sinni og eitt fyrirtæki (Síminn) hefði verið sektað sex sinnum. Það bendi til þess að sektirnar hafi ekki þann fælingarmátt sem ætlast hafi verið til, að minnsta kosti ekki í þeim málum. Þá hefðu sektir Samkeppniseftirlitsins almennt verið fremur lágar miðað við þau viðmið sem ESA notar við álagningu sekta. Þá sagði Páll að á næstu árum mætti búast við því að Samkeppniseftirlitið myndi stefna að auknu gegnsæi varðandi álagningu sekta líkt og tíðkast hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Reglurnar mættu hins vegar ekki vera þannig að fyrirtæki gætu reiknað út fyrir fram hvort brot á samkeppnislögum borgi sig. Gjermund Mathiesen, yfirmaður samkeppnismála hjá ESA, sagði í erindi sínu á fundinum að búast mætti við að meira myndi bera á hlutverki ESA við rannsókn samkeppnismála hér á landi á næstu árum. ESA hefði þegar rannsakað nokkur mál sem sneru að íslenskum fyrirtækjum án þess að það hefði skilað niðurstöðu. Ósennilegt væri að ekkert þessara mála myndi skila niðurstöðu á næstu árum eða áratugum.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira