Mótmæla fundi manns sem hvetur karlmenn til nauðgana Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Brynhildur Yrsa hefur ásamt fleirum efnt til mótmæla á laugardag gegn skipulögðum fundi manns sem hvetur til nauðgana. vísir/ernir Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira