Mótmæla fundi manns sem hvetur karlmenn til nauðgana Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Brynhildur Yrsa hefur ásamt fleirum efnt til mótmæla á laugardag gegn skipulögðum fundi manns sem hvetur til nauðgana. vísir/ernir Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira