Fyrrverandi dómarar fá 26 prósent hækkun á eftirlaunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. vísir/valli Sú ákvörðun kjararáðs í desember að hækka laun dómara leiðir til þess að eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka fyrrverandi dómara hækka um 26 prósent. Af úrskurði kjararáðs frá 17. desember má ráða að ástæða launahækkunar dómaranna sé annars vegar auknar kröfur til dómara og hins vegar nauðsyn þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar fengu í kjölfar hrunsins voru felldar inn í dagvinnulaun um áramótin með sértækri ákvörðun kjararáðs. Þótt dagvinnulaunin hafi með því hækkað um 26 prósent hækkuðu heildarlaun dómaranna í flestum tilfellum þá í kring um 8 prósent - eftir að hafa hækkað um 9,3 prósent í almennri hækkun í nóvember eins og hjá öðrum sem heyra undir kjararáð. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," segir kjararáð í úrskurði. Einnig segir kjararáð nauðsynlegt að taka tillit til þess að dómsvaldið sé einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og það veiti löggjafar- og framkvæmdarvaldi aðhald. "Vegna þessa er nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla," segir kjararáð. Hvernig þessar tvær meginástæður varða fyrrverandi dómara eða þá sem þiggja lífeyri sem makar fyrrverandi dómara blasir ef til vill ekki við. Þó fá þeir úr þessum hópi sem völdu að þiggja lífeyri á svokallaðri eftirmannsreglu þá 26 prósent hækkun sem nú er orðin á dagvinnulaunum starfandi dómara. "Um var að ræða 7 flokka hækkun eða rúmlega 26 prósent frá 1. janúar 2016," segir í svari frá LSR. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir það alltaf mat lífeyrissjóðsins hvort það séu orðnar það verulegar breytingar á störfum að ekki sé lengur um sama starf að ræða. “Í þessu tilviki metum við það sem svo að þarna er áfram um sama starf að ræða þótt svo að það séu orðnar talsverðar breytingar á umfangi starfsins eins og því er lýst í úrskurði kjararáðs," segir Haukur. Aðspurður segir Haukur ekki dæmi um viðlíka hækkun hjá öðrum skjólstæðingum LSR á síðasta ári. "Þetta stendur verulega út úr," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum hækka heildargreiðslur til þessa 29 manna hóps um tæpar 3,7 milljónir króna á mánuði, fer úr tæpum 14 milljónum króna í nær 17,7 milljónir. Það gerir alls um 44 milljóna króna hækkun á ársgrundvelli. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Sú ákvörðun kjararáðs í desember að hækka laun dómara leiðir til þess að eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka fyrrverandi dómara hækka um 26 prósent. Af úrskurði kjararáðs frá 17. desember má ráða að ástæða launahækkunar dómaranna sé annars vegar auknar kröfur til dómara og hins vegar nauðsyn þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar fengu í kjölfar hrunsins voru felldar inn í dagvinnulaun um áramótin með sértækri ákvörðun kjararáðs. Þótt dagvinnulaunin hafi með því hækkað um 26 prósent hækkuðu heildarlaun dómaranna í flestum tilfellum þá í kring um 8 prósent - eftir að hafa hækkað um 9,3 prósent í almennri hækkun í nóvember eins og hjá öðrum sem heyra undir kjararáð. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," segir kjararáð í úrskurði. Einnig segir kjararáð nauðsynlegt að taka tillit til þess að dómsvaldið sé einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og það veiti löggjafar- og framkvæmdarvaldi aðhald. "Vegna þessa er nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla," segir kjararáð. Hvernig þessar tvær meginástæður varða fyrrverandi dómara eða þá sem þiggja lífeyri sem makar fyrrverandi dómara blasir ef til vill ekki við. Þó fá þeir úr þessum hópi sem völdu að þiggja lífeyri á svokallaðri eftirmannsreglu þá 26 prósent hækkun sem nú er orðin á dagvinnulaunum starfandi dómara. "Um var að ræða 7 flokka hækkun eða rúmlega 26 prósent frá 1. janúar 2016," segir í svari frá LSR. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir það alltaf mat lífeyrissjóðsins hvort það séu orðnar það verulegar breytingar á störfum að ekki sé lengur um sama starf að ræða. “Í þessu tilviki metum við það sem svo að þarna er áfram um sama starf að ræða þótt svo að það séu orðnar talsverðar breytingar á umfangi starfsins eins og því er lýst í úrskurði kjararáðs," segir Haukur. Aðspurður segir Haukur ekki dæmi um viðlíka hækkun hjá öðrum skjólstæðingum LSR á síðasta ári. "Þetta stendur verulega út úr," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum hækka heildargreiðslur til þessa 29 manna hóps um tæpar 3,7 milljónir króna á mánuði, fer úr tæpum 14 milljónum króna í nær 17,7 milljónir. Það gerir alls um 44 milljóna króna hækkun á ársgrundvelli.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira