Skólarnir á Norðurlandi verða ekki sameinaðir Sveinn Arnarsson skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Fimm framhaldsskólar á Norðurlandi, frá Ólafsfirði til Húsavíkur, munu eiga með sér náið samstarf strax á næsta skólaári. Ekki mun koma til sameiningar skólastofnana. Er það niðurstaða skýrslu starfshóps um stöðu og framtíð framhaldsskólastarfs á norðaustursvæði sem skilað var til ráðuneytis menntamála í síðustu viku. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í sumar þá ákvörðun að kortleggja starfsemi menntaskóla á norðaustursvæði með skipan starfshóps með heimamönnum. Í Eyjafirði eru þrír menntaskólar, einn í Ólafsfirði og tveir á Akureyri en einnig eru tveir í Þingeyjarsýslum; á Laugum í Reykjadal og á Húsavík. „Mér líst vel á þessar hugmyndir og það verður spennandi að fást við þetta verkefni,“ segir Lára Stefánsdóttir, skólameistari MTR á Tröllaskaga, sem er ánægð með að samvinna verði ofan á í stað sameiningar skóla. „Samvinnuleiðin er farsælli, þá fer orka í að efla nám fyrir nemendur, auka valmöguleika og styrkja faglega innviði í stað þess að orkan fari í stjórnsýslubreytingar.“ Tilgangurinn er að styrkja menntaskólana í því að bjóða nemendum greiðan aðgang að lögbundnu og fjölbreyttu námsframboði. „Nemendaþróun á norðaustursvæði hefur verið á þann veg að nemendum skólanna hefur fækkað á undanförnum árum vegna minni árganga upp úr grunnskóla og útlit er fyrir að svo geti orðið áfram,“ segir í skýrslunni sem send var ráðherra. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur rætt við heimamenn og hann segir gott hljóð í skólameisturum á svæðinu. „Ég átti fund í upphafi vikunnar með skólastjórnendum framhaldsskólanna og sveitarstjórnarmönnum vegna málsins. Það er samhljómur í þeim hópi um að stíga skref í átt að frekara samstarfi, með það að markmiði að nemendur á svæðinu geti áfram notið góðs náms í sinni heimabyggð,“ segir Illugi. „Ég er ánægður með að málinu skuli miða með þessum hætti, á grundvelli tillagna frá þeim sem best þekkja til þess. Það er mjög jákvætt að það sé vilji til að samnýta krafta allra til að ná þeim markmiðum sem lagt var upp með, nemendum til hagsbóta.“ Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Fimm framhaldsskólar á Norðurlandi, frá Ólafsfirði til Húsavíkur, munu eiga með sér náið samstarf strax á næsta skólaári. Ekki mun koma til sameiningar skólastofnana. Er það niðurstaða skýrslu starfshóps um stöðu og framtíð framhaldsskólastarfs á norðaustursvæði sem skilað var til ráðuneytis menntamála í síðustu viku. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í sumar þá ákvörðun að kortleggja starfsemi menntaskóla á norðaustursvæði með skipan starfshóps með heimamönnum. Í Eyjafirði eru þrír menntaskólar, einn í Ólafsfirði og tveir á Akureyri en einnig eru tveir í Þingeyjarsýslum; á Laugum í Reykjadal og á Húsavík. „Mér líst vel á þessar hugmyndir og það verður spennandi að fást við þetta verkefni,“ segir Lára Stefánsdóttir, skólameistari MTR á Tröllaskaga, sem er ánægð með að samvinna verði ofan á í stað sameiningar skóla. „Samvinnuleiðin er farsælli, þá fer orka í að efla nám fyrir nemendur, auka valmöguleika og styrkja faglega innviði í stað þess að orkan fari í stjórnsýslubreytingar.“ Tilgangurinn er að styrkja menntaskólana í því að bjóða nemendum greiðan aðgang að lögbundnu og fjölbreyttu námsframboði. „Nemendaþróun á norðaustursvæði hefur verið á þann veg að nemendum skólanna hefur fækkað á undanförnum árum vegna minni árganga upp úr grunnskóla og útlit er fyrir að svo geti orðið áfram,“ segir í skýrslunni sem send var ráðherra. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur rætt við heimamenn og hann segir gott hljóð í skólameisturum á svæðinu. „Ég átti fund í upphafi vikunnar með skólastjórnendum framhaldsskólanna og sveitarstjórnarmönnum vegna málsins. Það er samhljómur í þeim hópi um að stíga skref í átt að frekara samstarfi, með það að markmiði að nemendur á svæðinu geti áfram notið góðs náms í sinni heimabyggð,“ segir Illugi. „Ég er ánægður með að málinu skuli miða með þessum hætti, á grundvelli tillagna frá þeim sem best þekkja til þess. Það er mjög jákvætt að það sé vilji til að samnýta krafta allra til að ná þeim markmiðum sem lagt var upp með, nemendum til hagsbóta.“
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira