Eftirlaun dómara hækkuðu alls um 38 prósent í fyrra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Mikið álag var á dómurum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 segir kjararáð sem frá 2011 hefur ákveðið dómurum sérstakt tímabundið álag á föst laun. Álagið hefur nú verið fellt inn í föst laun. Fréttablaðið/GVA Eftirlaun dómara hækkuðu um samtals 38 prósent á liðnu ári með ákvörðunum kjararáðs 17. nóvember og 18. desember. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag hækkuðu eftirlaun dómara og makalífeyrir dómara um 26 prósent í kjölfar ákvörðunar kjararáðs viku fyrir jól. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar höfðu fengið í kjölfar hrunsins voru þá felldar inn í dagvinnulaun. Raunhækkun launa starfandi dómara var 8 prósent. Kom sú hækkun ofan á 9,3 prósent almenna hækkun mánuði fyrr. Alls hækkuðu laun dómaranna því í raun um 18 prósent. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," sagði meðal annars í niðurstöðu kjararáðs. "Lífeyrir dómara á eftirmannsreglu hækkuðu um 9,3 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá 17. nóvember 2015. Úrskurðurinn frá 17. desember hafði í för með sér rúmlega 26 prósent hækkun sem fyrr greinir. Samtals var hækkunin rúmlega 38 prósent vegna þessara tveggja úrskurða," svarar Líferyrisjóður starfsmanna ríkisins því hver hafi verið heildarhækkun eftirlauna dómara á árinu 2015.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.vísir/hariMeð þessum hækkunum fóru meðaleftirlaun þeirra 29 sem fá eftirlaun dómara úr 441.328 krónur á mánuði í 609.033 krónur. Meðalhækkunin nemur þannig 167.705 krónum á mánuði. Til samanburðar má geta þess að hækkun ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins er 9,7 prósent milli áranna 2015 og 2016 og meðalhækkun eftirlauna hjá skjólstæðingum LSR í svokallaðri B-deild í fyrra var 11,8 prósent. Sá sem er í sambúð og hefur eingöngu ellilífeyrir frá TR hækkaði um 18.814 krónur og fær nú 212.776 krónur á mánuði með öllum viðbótargreiðslum. Í svari frá lífeyrissjóðnum segir að mikla vinnu þyrfti til að greina hvaða hópur hækkaði næst mest í eftirlaunum á eftir dómurum. "Við munum ekki til þess að neinn annar hópur hafi skorið sig sérstaklega úr í fyrra," segir þó í svarinu. Eftir frétt Fréttablaðsins á þriðjudag skrifaði Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, grein þar sem hann útskýrði ákvörðun kjararáðs um laun dómara. "Frá árinu 2009 höfðu laun dómara þróast þannig að þau samanstóðu að verulegu leyti af yfirvinnugreiðslum sem ákveðnar voru frá ári til árs. Þessi launagrunnur dómara var löngu orðinn óásættanlegur, meðal annars með hliðsjón af alþjóðlegum viðmiðum um kjör dómara og sjálfstæði þeirra í starfi. Það var þó ekki fyrr en með umræddum úrskurði kjararáðs að þetta var lagfært að nokkru og laun dómara í auknum mæli skilgreind sem grunnlaun," skrifaði Skúli. Þá sagði Skúli að hækkun grunnlauna dómara leiddi til þess að eftirlaun þeirra sem falli undir svonefnda eftirmannsreglu tækju í ríkara mæli mið af launum dómara í reynd. Á þvi hafi verið vaxandi misbrestur. "Þessi breyting fól í sér sanngjarna og eðlilega leiðréttingu á eftirlaunum þessara dómara eða maka þeirra. Það er virðingarleysi við aðstæður og ævistarf þessa fólks að láta að því liggja að það hafi með úrskurði kjararáðs 17. desember síðastliðinn fengið óvenjulega eða óeðlilega hækkun eftirlauna sinna," sagði formaður Dómarafélags Íslands í grein sinni. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Eftirlaun dómara hækkuðu um samtals 38 prósent á liðnu ári með ákvörðunum kjararáðs 17. nóvember og 18. desember. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag hækkuðu eftirlaun dómara og makalífeyrir dómara um 26 prósent í kjölfar ákvörðunar kjararáðs viku fyrir jól. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar höfðu fengið í kjölfar hrunsins voru þá felldar inn í dagvinnulaun. Raunhækkun launa starfandi dómara var 8 prósent. Kom sú hækkun ofan á 9,3 prósent almenna hækkun mánuði fyrr. Alls hækkuðu laun dómaranna því í raun um 18 prósent. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," sagði meðal annars í niðurstöðu kjararáðs. "Lífeyrir dómara á eftirmannsreglu hækkuðu um 9,3 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá 17. nóvember 2015. Úrskurðurinn frá 17. desember hafði í för með sér rúmlega 26 prósent hækkun sem fyrr greinir. Samtals var hækkunin rúmlega 38 prósent vegna þessara tveggja úrskurða," svarar Líferyrisjóður starfsmanna ríkisins því hver hafi verið heildarhækkun eftirlauna dómara á árinu 2015.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.vísir/hariMeð þessum hækkunum fóru meðaleftirlaun þeirra 29 sem fá eftirlaun dómara úr 441.328 krónur á mánuði í 609.033 krónur. Meðalhækkunin nemur þannig 167.705 krónum á mánuði. Til samanburðar má geta þess að hækkun ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins er 9,7 prósent milli áranna 2015 og 2016 og meðalhækkun eftirlauna hjá skjólstæðingum LSR í svokallaðri B-deild í fyrra var 11,8 prósent. Sá sem er í sambúð og hefur eingöngu ellilífeyrir frá TR hækkaði um 18.814 krónur og fær nú 212.776 krónur á mánuði með öllum viðbótargreiðslum. Í svari frá lífeyrissjóðnum segir að mikla vinnu þyrfti til að greina hvaða hópur hækkaði næst mest í eftirlaunum á eftir dómurum. "Við munum ekki til þess að neinn annar hópur hafi skorið sig sérstaklega úr í fyrra," segir þó í svarinu. Eftir frétt Fréttablaðsins á þriðjudag skrifaði Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, grein þar sem hann útskýrði ákvörðun kjararáðs um laun dómara. "Frá árinu 2009 höfðu laun dómara þróast þannig að þau samanstóðu að verulegu leyti af yfirvinnugreiðslum sem ákveðnar voru frá ári til árs. Þessi launagrunnur dómara var löngu orðinn óásættanlegur, meðal annars með hliðsjón af alþjóðlegum viðmiðum um kjör dómara og sjálfstæði þeirra í starfi. Það var þó ekki fyrr en með umræddum úrskurði kjararáðs að þetta var lagfært að nokkru og laun dómara í auknum mæli skilgreind sem grunnlaun," skrifaði Skúli. Þá sagði Skúli að hækkun grunnlauna dómara leiddi til þess að eftirlaun þeirra sem falli undir svonefnda eftirmannsreglu tækju í ríkara mæli mið af launum dómara í reynd. Á þvi hafi verið vaxandi misbrestur. "Þessi breyting fól í sér sanngjarna og eðlilega leiðréttingu á eftirlaunum þessara dómara eða maka þeirra. Það er virðingarleysi við aðstæður og ævistarf þessa fólks að láta að því liggja að það hafi með úrskurði kjararáðs 17. desember síðastliðinn fengið óvenjulega eða óeðlilega hækkun eftirlauna sinna," sagði formaður Dómarafélags Íslands í grein sinni.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira