Veðrinu slotar ekki á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 07:38 Áframhaldandi ofankomu er spáð fyrir vestan í dag. Vísir/Vilhelm Enn er hvassviðrði og stormur á Norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að fyrir norðan og austan taki brátt að lægja en ekki er búist við að veðrinu sloti á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld. Sex hús voru rýmd á Patreksfirði í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum Vestfjörðunum. Þá fellur skólahald niður í Vesturbyggð í dag. Var rýmingarreitur 4 á Patreksfirði rýmdur en um er að ræða sex hús sem standa við Urðargötu. Átján manns búa í þessum sex húsum og fóru fimm þeirra í fjöldahjálparstöð Rauðakrossdeildarinnar á Patreksfirði sem hefur verið komið upp á Fosshótelinu í byggðarlaginu. Veðurfræðingur segir að töluvert hafi bætt í snjóinn í nótt fyrir vestan og í ljósi þess að það spáir áframhaldandi ofankomu í allan dag verður fylgst náið með ástandinu á svæðinu. Á Patreksfirði er hættustig í gildi en óvissustig annars staðar á Vestfjörðum og verður ástandið metið í birtingu. Þá eru flestir vegir á Vestfjörðum lokaðir vegna ófærðar og er beðið með mokstur vegna veðurs, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Flestar leiðir á Norður- og Austurlandi eru einnig ófærar, þar á meðal Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Fagridalur og Fjarðarheiði. Þá er Þjóðvegur 1 lokaður frá Kirkjubæjarklaustri að Hvalsnesi.Færð og aðstæður:Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Hálka er á Sandskeiði, á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er undir Eyjafjöllum, á Reynisfjalli og Mýrdalssandi. Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum en þó er þungfært á Vatnaleið og lokað á Fróðárheiði. Ófært er á norðanverðu Snæfellsnesi og þæfingsfærð á sunnanverðu nesinu. Verið er að hreinsa. Ófært er í Svínadal en snjóþekja á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Holtavörðuheiði. Flestar leiði á Vestfjörðum eru ófærar og beðið með mokstur vegna veðurs. Snjóþekja og snjókoma er í Húnavatnssýslum en annars eru flestar leiðir á Norður- og Austurlandi ófærar. Veðurhorfur á landinu:Austan 20-28 metrar á sekúndu norðan og austan til, hvassast á annesjum og snjókoma, en sunnan og suðaustan 8-13 og él sunnan til. Sunnan og suðustan 8-15 og víða él í dag, en norðaustan 20-28 og snjókoma á Vestfjörðum til kvölds. Bætir heldur í vind og úrkomu sunnan og austan til með kvöldinu. Austan og norðaustan 8-13 og dálítil él á morgun, en 13-18 á Vestfjörðum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en frost annars 0 til 5 stig. Veður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Enn er hvassviðrði og stormur á Norðurlandi og fyrir austan og á Vestfjörðum. Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að fyrir norðan og austan taki brátt að lægja en ekki er búist við að veðrinu sloti á Vestfjörðum fyrr en seint í kvöld. Sex hús voru rýmd á Patreksfirði í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og óvissustig er á öllum Vestfjörðunum. Þá fellur skólahald niður í Vesturbyggð í dag. Var rýmingarreitur 4 á Patreksfirði rýmdur en um er að ræða sex hús sem standa við Urðargötu. Átján manns búa í þessum sex húsum og fóru fimm þeirra í fjöldahjálparstöð Rauðakrossdeildarinnar á Patreksfirði sem hefur verið komið upp á Fosshótelinu í byggðarlaginu. Veðurfræðingur segir að töluvert hafi bætt í snjóinn í nótt fyrir vestan og í ljósi þess að það spáir áframhaldandi ofankomu í allan dag verður fylgst náið með ástandinu á svæðinu. Á Patreksfirði er hættustig í gildi en óvissustig annars staðar á Vestfjörðum og verður ástandið metið í birtingu. Þá eru flestir vegir á Vestfjörðum lokaðir vegna ófærðar og er beðið með mokstur vegna veðurs, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Flestar leiðir á Norður- og Austurlandi eru einnig ófærar, þar á meðal Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Fagridalur og Fjarðarheiði. Þá er Þjóðvegur 1 lokaður frá Kirkjubæjarklaustri að Hvalsnesi.Færð og aðstæður:Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Hálka er á Sandskeiði, á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er undir Eyjafjöllum, á Reynisfjalli og Mýrdalssandi. Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum en þó er þungfært á Vatnaleið og lokað á Fróðárheiði. Ófært er á norðanverðu Snæfellsnesi og þæfingsfærð á sunnanverðu nesinu. Verið er að hreinsa. Ófært er í Svínadal en snjóþekja á Bröttubrekku og þæfingsfærð á Holtavörðuheiði. Flestar leiði á Vestfjörðum eru ófærar og beðið með mokstur vegna veðurs. Snjóþekja og snjókoma er í Húnavatnssýslum en annars eru flestar leiðir á Norður- og Austurlandi ófærar. Veðurhorfur á landinu:Austan 20-28 metrar á sekúndu norðan og austan til, hvassast á annesjum og snjókoma, en sunnan og suðaustan 8-13 og él sunnan til. Sunnan og suðustan 8-15 og víða él í dag, en norðaustan 20-28 og snjókoma á Vestfjörðum til kvölds. Bætir heldur í vind og úrkomu sunnan og austan til með kvöldinu. Austan og norðaustan 8-13 og dálítil él á morgun, en 13-18 á Vestfjörðum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en frost annars 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira