Boðað til mótmæla fyrir utan Landsbankann Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2016 17:36 Í mótmælaboðinu er spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Vísir/Vilhelm Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/ErnirÍ mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Þá er einnig spurt hvort það sé trúverðugt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað að föðurbróðir sinn og fyrrverandi viðskiptafélagi væri í kaupendahópnum. Sjálfur hefur Bjarni margbent á að hann hafi ekki komið nálægt sölunni á Borgun en Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og er hún skipuð af Bankasýslu ríkisins en ekki ráðuneytinu. Þeir sem standa fyrir mótmælunum vilja að samningnum um söluna á Borgunarhlutnum verði rift, sé það hægt, og að rannsókn hefjist strax á sölunni. Þá vilja þeir einnig að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum frestað þar til rannsókn á einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar fari fram. Undir boðið skrifa þeir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson. Þá hafa einnig verið hengdar upp tilkynningar á glugga Landsbankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu með textanum: „Bankanum hefur verið lokað vegna spillingar.“Landsbankinn Vínlandsleid.Posted by Olafur Sigurðsson on Saturday, January 23, 2016 Borgunarmálið Tengdar fréttir Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fjögur hundruð hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan aðalútibú Landsbankans á þriðjudag. Rúmlega níu hundruð til viðbótar hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/ErnirÍ mótmælaboðinu er vísað til umdeildrar sölu Landsbankans á Borgun árið 2014 og spurt hvort það sé trúverðugt að bankinn hafi selt eignarhlutinn í Borgun án þess að hafa hugmyndir um áætlanir fyrirtækisins um útrás. Þá er einnig spurt hvort það sé trúverðugt að fjármálaráðherra hafi ekki vitað að föðurbróðir sinn og fyrrverandi viðskiptafélagi væri í kaupendahópnum. Sjálfur hefur Bjarni margbent á að hann hafi ekki komið nálægt sölunni á Borgun en Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og er hún skipuð af Bankasýslu ríkisins en ekki ráðuneytinu. Þeir sem standa fyrir mótmælunum vilja að samningnum um söluna á Borgunarhlutnum verði rift, sé það hægt, og að rannsókn hefjist strax á sölunni. Þá vilja þeir einnig að fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum frestað þar til rannsókn á einkavæðingu bankanna í upphafi aldarinnar fari fram. Undir boðið skrifa þeir Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson. Þá hafa einnig verið hengdar upp tilkynningar á glugga Landsbankaútibúa á höfuðborgarsvæðinu með textanum: „Bankanum hefur verið lokað vegna spillingar.“Landsbankinn Vínlandsleid.Posted by Olafur Sigurðsson on Saturday, January 23, 2016
Borgunarmálið Tengdar fréttir Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Landsbankinn taldi að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum hans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. 22. janúar 2016 18:12
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Skilyrði eftirlitsins höfðu ekki áhrif á sölu Borgunar "Við fáum ekki séð að nein skilyrði sem hvíldu á Landsbankanum af hálfu Samkeppniseftirlitsins hafi haft áhrif á verð eða skilmála þessarar sölu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, um sölu Landsbankans á kortafyrirtækinu Borgun. 23. janúar 2016 07:00
Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00