Hafði ekki nein áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2016 18:12 Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Því hafi bankinn talið að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum bankans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum þar brugðist er við fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitins í gær um sölu á eignarhlut Landsbankans í Borgun. Samkeppniseftirlitið sagðist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fallist ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans hafi alfarið verið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins.Þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir að Samkeppniseftirlitið hafi sett þrýsting á að eignarhaldi kortafyrirtækjanna yrði breytt þannig að aðeins einn banki væri í eigendahópi hvers fyrirtækis. Þessi afstaða Samkeppniseftirlitsins hafi komið mjög skýrt fram í byrjun árs 2013. „Í mars 2013 kynnti Samkeppniseftirlitið Landsbankanum það frummat sitt að brot hefðu átt sér stað á samkeppnislögum að því er varðaði aðkomu Landsbankans að greiðslukortafyrirtækjum. Það var frummat eftirlitsins að í því samhengi væri sérstaklega varhugavert að eignarhald greiðslukortafyrirtækja væri sameiginlegt og að nauðsynlegt væri að beita úrræðum er lytu að skipulagi markaðar til þess að uppræta samkeppnisvandamál sem væru til staðar á greiðslukortamarkaði. Í samskiptum Landsbankans við Samkeppniseftirlitið á árinu 2014 ítrekaði eftirlitið þessa afstöðu sína. Af hálfu Landsbankans var því ljóst að Samkeppniseftirlitið lagði mikla áherslu á að gerðar yrðu breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjunum. Samkeppniseftirlitið lagði ekki fyrir bankann hvernig útfæra ætti söluskilmála eða viðskiptakjör vegna sölu bankans á hlutum sínum í kortafyrirtækjunum. Hins vegar hafði framangreind afstaða Samkeppniseftirlitsins til sameiginlegs eignarhalds veruleg áhrif á ákvörðun bankans um að selja hluti sína í fyrirtækjunum og var að mati bankans lykilatriði í lausn málsins. Staða Landsbankans í Valitor og Borgun var veik, enda var bankinn minnihlutaeigandi í báðum félögum. Hinir bankarnir gátu verið með háða stjórnarmenn í Valitor og Borgun en Landsbankinn aðeins með óháða stjórnarmenn. Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu þessa fyrirtækja og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Landsbankinn taldi í ljósi stöðu sinnar að hans hagsmunum væri best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Landsbankinn hafði takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2008. Landsbankinn gat t.d. ekki séð ýmsar upplýsingar um umfang viðskipta við einstaka samstarfsaðila Borgunar, enda þótti það viðkvæmt út frá samkeppnissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni. 22. janúar 2016 17:44 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu Borgunar og Valitors og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Því hafi bankinn talið að í ljósi stöðu sinnar væri hagsmunum bankans best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bankanum þar brugðist er við fréttatilkynningu Samkeppniseftirlitins í gær um sölu á eignarhlut Landsbankans í Borgun. Samkeppniseftirlitið sagðist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fallist ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans hafi alfarið verið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins.Þrýstingur frá Samkeppniseftirlitinu Í tilkynningunni frá Landsbankanum segir að Samkeppniseftirlitið hafi sett þrýsting á að eignarhaldi kortafyrirtækjanna yrði breytt þannig að aðeins einn banki væri í eigendahópi hvers fyrirtækis. Þessi afstaða Samkeppniseftirlitsins hafi komið mjög skýrt fram í byrjun árs 2013. „Í mars 2013 kynnti Samkeppniseftirlitið Landsbankanum það frummat sitt að brot hefðu átt sér stað á samkeppnislögum að því er varðaði aðkomu Landsbankans að greiðslukortafyrirtækjum. Það var frummat eftirlitsins að í því samhengi væri sérstaklega varhugavert að eignarhald greiðslukortafyrirtækja væri sameiginlegt og að nauðsynlegt væri að beita úrræðum er lytu að skipulagi markaðar til þess að uppræta samkeppnisvandamál sem væru til staðar á greiðslukortamarkaði. Í samskiptum Landsbankans við Samkeppniseftirlitið á árinu 2014 ítrekaði eftirlitið þessa afstöðu sína. Af hálfu Landsbankans var því ljóst að Samkeppniseftirlitið lagði mikla áherslu á að gerðar yrðu breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjunum. Samkeppniseftirlitið lagði ekki fyrir bankann hvernig útfæra ætti söluskilmála eða viðskiptakjör vegna sölu bankans á hlutum sínum í kortafyrirtækjunum. Hins vegar hafði framangreind afstaða Samkeppniseftirlitsins til sameiginlegs eignarhalds veruleg áhrif á ákvörðun bankans um að selja hluti sína í fyrirtækjunum og var að mati bankans lykilatriði í lausn málsins. Staða Landsbankans í Valitor og Borgun var veik, enda var bankinn minnihlutaeigandi í báðum félögum. Hinir bankarnir gátu verið með háða stjórnarmenn í Valitor og Borgun en Landsbankinn aðeins með óháða stjórnarmenn. Landsbankinn hafði engin áhrif á rekstur eða stefnu þessa fyrirtækja og gat aðeins fengið takmarkaðar upplýsingar um rekstur þeirra, þrátt fyrir að vera með verulegt fé bundið í félögunum. Landsbankinn taldi í ljósi stöðu sinnar að hans hagsmunum væri best borgið með því að selja hluti sína í fyrirtækjunum. Landsbankinn hafði takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið frá árinu 2008. Landsbankinn gat t.d. ekki séð ýmsar upplýsingar um umfang viðskipta við einstaka samstarfsaðila Borgunar, enda þótti það viðkvæmt út frá samkeppnissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni. 22. janúar 2016 17:44 Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Bankasýslumenn boðaðir á fund fjárlaganefndar Fulltrúar Bankasýslunnar eiga að upplýsa hvernig eigendastefnu Bankasýslunnar hafi verið framfylgt á undanförnum misserum og hvernig það verði gert í framtíðinni. 22. janúar 2016 17:44
Ekki góð innsýn í Borgun Samkeppniseftirlitið setti þrýsting á Landsbankann, Arion banka og Íslandsbanka að breyta eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. 22. janúar 2016 07:00
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00