Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Una Sighvatsdóttir skrifar 25. janúar 2016 13:29 Kári Stefánsson stefnir að því að safna minnst 100 þúsund undirskriftum við kröfu sína. Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki." Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki."
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira