Vill að Hæstiréttur nýti tækifærið og hvetji burðardýr til samvinnu með lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 10:18 Björgvin taldi ekki óeðlilegt að dómurinn yfir Mirjam yrði mildaður í sex ára fangelsi og vísaði í fjölmörg mál til samanburðar sem hann taldi styðja sitt mál. Mynd af vef lögreglunnar Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam Foekje van Twuijver, telur fulla ástæðu til að milda ellefu ára dóm sem hún hlaut í héraði fyrir innflutning á um 20 kílóum af fíkniefnum í apríl í fyrra. Björgvin segir ljóst að Mirjam hafi verið samvinnuþýð frá því augnabliki þegar hún áttaði sig á því að hún hefði verið svikin af skipuleggjendum. 85 þúsund MDMA-töflur voru í tösku sem dóttir hennar flutti til landsins en Mirjam fullyrðir að aðeins hafi átt að vera fíkniefni í þeirri tösku sem hún hafði með í för. Þetta kom fram í málflutningi í Hæstarétti í morgun. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið tæpt ár enda eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi og dómurinn sem Mirjam fékk í héraði sérstaklega þungur. Refsiramminn í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Verði dómurinn yfir henni staðfestur í Hæstarétti verður hann sá þyngsti sem nokkur aðili hefur hlotið hér á landi. Óumdeilt er að Mirjam var burðardýr í innflutningnum. Fyrir dómi er tekist á um það hversu mikla ábyrgð Mirjam beri á tösku dótturinnar sem í var að finna MDMA-töflurnar fyrrnefndu. Saksóknari telur morgunljóst að hún hafi borið ábyrgð á töskunum báðum enda dóttirin ólögráða. Björgvin telur að sama skapi ljóst af ákafa Mirjam til að veita lögreglu aðstoð að hún hafi talið sig hafa verið svikna. Í samtölum við hollenska aðila eftir komuna til landsins hafi komið skýrt fram að dóttir hennar hafi ekki átt að blandast í málið. Ótímabær handtaka ekki Mirjam að kenna Hún gaf strax upp nöfn þeirra aðila sem fengu hana til verksins en þau nöfn voru staðfest af hollenskri lögreglu. Umræddir aðilar voru hins vegar fluttir til Spánar þegar lögregla í Hollandi fór að skoða þeirra þátt málsins.Saksóknari og verjandi voru báðir sammála um að ekkert benti til þess að dóttirin hefði verið upplýst um tilgang ferðarinnar. Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa en tálbeituaðgerð var sett í gang þriðjudaginn 7. apríl, fimm dögum síðar eftir að samband hafði náðst við aðila sem fullyrtu við Mirjam að hún væri að spila með lögrelgu. Verjandi hennar benti á að Mirjam hefði staðið sig svo vel í hlutverki sínu í tálbeituaðgerðinni að skipuleggjendur ákváðu að senda Atla Frey á vettvang og sækja efnin. Hann var hins vegar handtekinn fyrir utan Hótel Frón eftir að hafa veitt gerviefnum viðtöku og því náði rannsóknin ekki lengra. Verjandi benti á að mistök eða misskilningur hjá lögreglu væri ekki á ábyrgð Mirjam. Hefði eftirför tekist vel hefði náðst til viðtakenda fíkniefna hér á landi og málið horft öðruvísi við. Björgvin taldi ekki óeðlilegt að dómurinn yfir Mirjam yrði mildaður í sex ára fangelsi og vísaði í fjölmörg mál til samanburðar sem hann taldi styðja sitt mál. Fyrst og fremst skyldi þó líta til þeirrar samvinnuþýði sem Mirjam hefði sýnt. Hæstiréttur ætti að senda skýr skilaboð að það virki sem hvatning fyrir burðardýr að vinna með lögreglu til að ná til skipuleggjenda. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. 27. janúar 2016 09:20 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam Foekje van Twuijver, telur fulla ástæðu til að milda ellefu ára dóm sem hún hlaut í héraði fyrir innflutning á um 20 kílóum af fíkniefnum í apríl í fyrra. Björgvin segir ljóst að Mirjam hafi verið samvinnuþýð frá því augnabliki þegar hún áttaði sig á því að hún hefði verið svikin af skipuleggjendum. 85 þúsund MDMA-töflur voru í tösku sem dóttir hennar flutti til landsins en Mirjam fullyrðir að aðeins hafi átt að vera fíkniefni í þeirri tösku sem hún hafði með í för. Þetta kom fram í málflutningi í Hæstarétti í morgun. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið tæpt ár enda eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi og dómurinn sem Mirjam fékk í héraði sérstaklega þungur. Refsiramminn í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Verði dómurinn yfir henni staðfestur í Hæstarétti verður hann sá þyngsti sem nokkur aðili hefur hlotið hér á landi. Óumdeilt er að Mirjam var burðardýr í innflutningnum. Fyrir dómi er tekist á um það hversu mikla ábyrgð Mirjam beri á tösku dótturinnar sem í var að finna MDMA-töflurnar fyrrnefndu. Saksóknari telur morgunljóst að hún hafi borið ábyrgð á töskunum báðum enda dóttirin ólögráða. Björgvin telur að sama skapi ljóst af ákafa Mirjam til að veita lögreglu aðstoð að hún hafi talið sig hafa verið svikna. Í samtölum við hollenska aðila eftir komuna til landsins hafi komið skýrt fram að dóttir hennar hafi ekki átt að blandast í málið. Ótímabær handtaka ekki Mirjam að kenna Hún gaf strax upp nöfn þeirra aðila sem fengu hana til verksins en þau nöfn voru staðfest af hollenskri lögreglu. Umræddir aðilar voru hins vegar fluttir til Spánar þegar lögregla í Hollandi fór að skoða þeirra þátt málsins.Saksóknari og verjandi voru báðir sammála um að ekkert benti til þess að dóttirin hefði verið upplýst um tilgang ferðarinnar. Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa en tálbeituaðgerð var sett í gang þriðjudaginn 7. apríl, fimm dögum síðar eftir að samband hafði náðst við aðila sem fullyrtu við Mirjam að hún væri að spila með lögrelgu. Verjandi hennar benti á að Mirjam hefði staðið sig svo vel í hlutverki sínu í tálbeituaðgerðinni að skipuleggjendur ákváðu að senda Atla Frey á vettvang og sækja efnin. Hann var hins vegar handtekinn fyrir utan Hótel Frón eftir að hafa veitt gerviefnum viðtöku og því náði rannsóknin ekki lengra. Verjandi benti á að mistök eða misskilningur hjá lögreglu væri ekki á ábyrgð Mirjam. Hefði eftirför tekist vel hefði náðst til viðtakenda fíkniefna hér á landi og málið horft öðruvísi við. Björgvin taldi ekki óeðlilegt að dómurinn yfir Mirjam yrði mildaður í sex ára fangelsi og vísaði í fjölmörg mál til samanburðar sem hann taldi styðja sitt mál. Fyrst og fremst skyldi þó líta til þeirrar samvinnuþýði sem Mirjam hefði sýnt. Hæstiréttur ætti að senda skýr skilaboð að það virki sem hvatning fyrir burðardýr að vinna með lögreglu til að ná til skipuleggjenda.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. 27. janúar 2016 09:20 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. 27. janúar 2016 09:20