Febrúarspá Siggu Kling – Hrútur: Vertu svolítið óþekkur! 29. janúar 2016 09:00 Elsku hjartans sterki, viðkvæmi, hugmyndaríki og húmoríski hrúturinn minn! Þú átt eftir að upplifa næsta mánuð eins og hann sé upphafið á skemmtilegri bíómynd. Þú veist kannski ekki alveg hvort þú ert með aðalhlutverkið, en það kemur í ljós þegar mars heilsar að þú gerðir nákvæmlega hárrétta hluti til þess að koma þér áfram á næsta þrep og þú munt svo sannarlega fara út fyrir þægindarammann og gerir það algjörlega sjálfur. Þú átt eftir að lenda í því að það verður dálítið af lygasögum í kringum þig en þú munt ekki kippa þér mikið upp við þær enda ert þú vanur öllu. Einhver sem ætlaði að níða þig niður og gera grín á þinn kostnað dettur bara beint á rassinn því þú munt komast að vitleysunni. Þú verður svo ánægður með umhverfið þitt og heimilið þitt tekur á svo sterka mynd. Þegar líður að vorinu verður ógnarmikil spenna í kringum þig. Stundum getur maður brennt sig aðeins á spennunni en það fer þér bara svo miklu betur að vera þar sem að allt er að gerast frekar heldur en að draga þig í hlé því það er það versta sem að þér gæti dottið í hug. Það er mikilvægt fyrir þig að vera svolítið óþekkur og ekki taka þetta líf of alvarlega því það er í rauninni að leika við þig núna. Þú þarft að sjá að glasið sem er búið að rétta þér er svo sannarlega hálffullt en ekki hálftómt. Ekki gagnrýna of mikið því að gagnrýnin getur gripið mann aftur. Notaðu hrósið meira, því það er miklu meira virði en allir demantar og gull alheimsins. Þú kemst áfram á því, því get ég lofað þér! Næstu fjórir mánuðir veita þér mikla huggun og gefa þér þann frið sem þú óskar eftir. Koss og knús, þín Sigga Kling Frægir hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Elton John söngvari, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Elsku hjartans sterki, viðkvæmi, hugmyndaríki og húmoríski hrúturinn minn! Þú átt eftir að upplifa næsta mánuð eins og hann sé upphafið á skemmtilegri bíómynd. Þú veist kannski ekki alveg hvort þú ert með aðalhlutverkið, en það kemur í ljós þegar mars heilsar að þú gerðir nákvæmlega hárrétta hluti til þess að koma þér áfram á næsta þrep og þú munt svo sannarlega fara út fyrir þægindarammann og gerir það algjörlega sjálfur. Þú átt eftir að lenda í því að það verður dálítið af lygasögum í kringum þig en þú munt ekki kippa þér mikið upp við þær enda ert þú vanur öllu. Einhver sem ætlaði að níða þig niður og gera grín á þinn kostnað dettur bara beint á rassinn því þú munt komast að vitleysunni. Þú verður svo ánægður með umhverfið þitt og heimilið þitt tekur á svo sterka mynd. Þegar líður að vorinu verður ógnarmikil spenna í kringum þig. Stundum getur maður brennt sig aðeins á spennunni en það fer þér bara svo miklu betur að vera þar sem að allt er að gerast frekar heldur en að draga þig í hlé því það er það versta sem að þér gæti dottið í hug. Það er mikilvægt fyrir þig að vera svolítið óþekkur og ekki taka þetta líf of alvarlega því það er í rauninni að leika við þig núna. Þú þarft að sjá að glasið sem er búið að rétta þér er svo sannarlega hálffullt en ekki hálftómt. Ekki gagnrýna of mikið því að gagnrýnin getur gripið mann aftur. Notaðu hrósið meira, því það er miklu meira virði en allir demantar og gull alheimsins. Þú kemst áfram á því, því get ég lofað þér! Næstu fjórir mánuðir veita þér mikla huggun og gefa þér þann frið sem þú óskar eftir. Koss og knús, þín Sigga Kling Frægir hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Elton John söngvari, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira