Krefjast þess að máli Mirjam verði frestað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 16:27 Mirjam hefur dvalið í fangelsinu á Akureyri mánuðum saman. Hún á yfir höfði sér ellefu ára fangelsisvist staðfesti Hæstiréttur dóminn úr Héraðsdómi Reykjaness. Vísir Björgvin Jónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjendur Mirjam Foekje Van Twuijver og Atla Freys Fjölnissonar, hafa farið fram á við Hæstarétt að málsmeðferð í máli þeirra fyrir réttinum verði frestað um ótiltekin tíma. Mirjam hlaut ellefu ára dóm og Atli Freyr fimm ára dóm í héraði fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð við Hótel Frón. Verjendurnir byggja kröfu sína á því að á því að héraðssaksóknari hafi nú hafið sakamálarannsókn vegna meintrar refsiverðrar háttsemi lögreglufulltrúa sem stýrði rannsóknaraðgerð í málinu. Í ljósi þess geti niðurstaða á þeirri rannsókn héraðssaksóknara varpað ljósi á málsatvik og haft áhrif á refsingu ákærðu í málinu í Hæstarétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Atla Freys, sendisveinsins sem veitti gerviefnum viðtöku.Vísir/GVAYrði þyngsti dómur sögunnarVísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Athygli vekur að þrátt fyrir að lögreglufulltrúinn, sem nú sætir rannsókn, hafi stýrt aðgerðum við Hótel Frón er engar upplýsingar þess efnis að finna í gögnum málsins þar sem meðal annars er að finna lögregluskýrslur. Bar hann ekki vitni í málinu fyrir héraði.Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vísað frá störfum á meðan mál hans er rannsakað.Verði ellefu ára dómur yfir hollensku konunni staðfestur er um að ræða þyngsta dóm í sögu fíkniefnamála hér á landi. Þrátt fyrir það var hún einstaklega hjálpsöm við rannsókn lögreglu á málinu. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Björgvin Jónsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjendur Mirjam Foekje Van Twuijver og Atla Freys Fjölnissonar, hafa farið fram á við Hæstarétt að málsmeðferð í máli þeirra fyrir réttinum verði frestað um ótiltekin tíma. Mirjam hlaut ellefu ára dóm og Atli Freyr fimm ára dóm í héraði fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið við tálbeituaðgerð við Hótel Frón. Verjendurnir byggja kröfu sína á því að á því að héraðssaksóknari hafi nú hafið sakamálarannsókn vegna meintrar refsiverðrar háttsemi lögreglufulltrúa sem stýrði rannsóknaraðgerð í málinu. Í ljósi þess geti niðurstaða á þeirri rannsókn héraðssaksóknara varpað ljósi á málsatvik og haft áhrif á refsingu ákærðu í málinu í Hæstarétti. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi Atla Freys, sendisveinsins sem veitti gerviefnum viðtöku.Vísir/GVAYrði þyngsti dómur sögunnarVísir hefur fjallað um málið undanfarnar vikur og mánuði. Athygli vekur að þrátt fyrir að lögreglufulltrúinn, sem nú sætir rannsókn, hafi stýrt aðgerðum við Hótel Frón er engar upplýsingar þess efnis að finna í gögnum málsins þar sem meðal annars er að finna lögregluskýrslur. Bar hann ekki vitni í málinu fyrir héraði.Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vísað frá störfum á meðan mál hans er rannsakað.Verði ellefu ára dómur yfir hollensku konunni staðfestur er um að ræða þyngsta dóm í sögu fíkniefnamála hér á landi. Þrátt fyrir það var hún einstaklega hjálpsöm við rannsókn lögreglu á málinu. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ára fangelsi.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18