Innlent

Í haldi vegna gruns um kynferðisbrot á hótelherbergi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rannsókn málsins miðar vel að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglu.
Rannsókn málsins miðar vel að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglu. Vísir/GVA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann sem grunaður er um kynferðisbrot á gististað í Reykjavík. Kona lagði fram kæru vegna brotsins sem á að hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudags. Maðurinn er í haldi og hefur hann verið yfirheyrður vegna málsins að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar.

Árni Þór vildi ekki staðfesta hvar ætlað brot á að hafa átt sér stað en samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða gistiheimilið Room With a View sem staðsett er á Laugavegi 18.

Árni Þór segir að rannsókn málsins miði vel.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.