Ágreiningur um stærstu málin á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:14 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira