Ágreiningur um stærstu málin á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:14 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira