Ágreiningur um stærstu málin á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:14 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira