Forsætisráðherra segir ekki liggja á að selja hlut ríkisins í Landsbankanum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 16:26 Sigmundur Davíð sagði að treysta þurfi bankasýslunni til að hugsa um hag almennings. Vísir/Valli „Það liggur ekkert á að selja bankann fyrr en menn eru ásáttur um að það sé æskilegt fyrir eigandann,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Sigmundur minnti á að heimild væri til staðar til að selja bankanum og bætti við að það væri í höndum Bankasýslu ríkisins að sjá um söluna. „Ég efast ekki um að bankasýslan muni meta það hvenær og með hvaða hætti æskilegt kann að vera að selja hluti í bankanum,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, spurði út í Landsbankasöluna og meðal annars hvort að forsætisráðherra þætti það skynsamleg hugmynd að selja 28 prósenta hlut á þessu ári, líkt og bankasýslan hefur talað um að gera. Sigmundur sagði að þingið væri ekki að selja hlut ríkisins í bankanum, hvorki hann né Helgi sjálfur, og að það yrði að treysta þar til gerðum stofnunum, í þessu tilviki bankasýslunni, til að gæta hagsmuna almennings í málinu. Minnti hann á að fyrri vinstri stjórnin hefði ár eftir ár sett inn samskonar heimild í fjárlög um að hægt væri að selja hlut ríkisins í bankanum. Það var þó ekki hægt að skilja ráðherrann öðruvísi en svo að bankinn yrði seldur. Það er þvert á ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem samþykkti að breyta Landsbankanum í svonefndan samfélagsbanka, í takt við hugmyndir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar og þingmanns Framsóknarflokksins. Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
„Það liggur ekkert á að selja bankann fyrr en menn eru ásáttur um að það sé æskilegt fyrir eigandann,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Sigmundur minnti á að heimild væri til staðar til að selja bankanum og bætti við að það væri í höndum Bankasýslu ríkisins að sjá um söluna. „Ég efast ekki um að bankasýslan muni meta það hvenær og með hvaða hætti æskilegt kann að vera að selja hluti í bankanum,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, spurði út í Landsbankasöluna og meðal annars hvort að forsætisráðherra þætti það skynsamleg hugmynd að selja 28 prósenta hlut á þessu ári, líkt og bankasýslan hefur talað um að gera. Sigmundur sagði að þingið væri ekki að selja hlut ríkisins í bankanum, hvorki hann né Helgi sjálfur, og að það yrði að treysta þar til gerðum stofnunum, í þessu tilviki bankasýslunni, til að gæta hagsmuna almennings í málinu. Minnti hann á að fyrri vinstri stjórnin hefði ár eftir ár sett inn samskonar heimild í fjárlög um að hægt væri að selja hlut ríkisins í bankanum. Það var þó ekki hægt að skilja ráðherrann öðruvísi en svo að bankinn yrði seldur. Það er þvert á ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem samþykkti að breyta Landsbankanum í svonefndan samfélagsbanka, í takt við hugmyndir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar og þingmanns Framsóknarflokksins.
Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira