Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Þórhildur Þorkelsdóttir og Bjarki Ármannsson skrifa 19. janúar 2016 20:45 Þessi ungi maður var skiljanlega þreyttur eftir langt og krefjandi ferðalag frá Beirút til Akureyrar. Vísir/Sveinn 35 sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag en þetta er fyrsti hópur flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi. Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút. Um er að ræða sex fjölskyldur, fjórar sem búsettar verða á Akureyri og tvær sem búsettar verða í Kópavogi. Fréttamenn biðu þeirra á flugvellinum og var rætt við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, í fréttatíma Stöðvar 2.Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút.Vísir/Anton BrinkKhattab flúði Sýrland ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra árið 2012 og segir börnin sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Hann segist ekki hafa þekkt til Íslands þegar hann fékk fyrst að vita að fjölskylda hans gæti verið á leið þangað. „Okkur var sagt að það væri mjög kalt,“ segir hann. „Allir sögðu að það væri eins og frystir og við skyldum vanda okkur við valið. En svo heyrðum við um góða fólkið sem lýsti yfir stuðningi við okkur. Við sáum að þessi þjóð væri hjartagóð svo við ákváðum að þetta yrði í lagi.“Vísir/Anton BrinkMeirihluti þeirra sem komu til landsins í dag eru börn og voru mörg þeirra kát á flugvellinum, þrátt fyrir langt ferðalag, og búin að teikna íslenska og sýrlenska fána og skilaboð á borð við „Thank you Iceland“ eða „Takk Ísland.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni áður en haldið var áfram til Akureyrar og Kópavogs.Vísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/StefánVísir/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni.Vísir/Anton Brink Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11 Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
35 sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag en þetta er fyrsti hópur flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi. Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút. Um er að ræða sex fjölskyldur, fjórar sem búsettar verða á Akureyri og tvær sem búsettar verða í Kópavogi. Fréttamenn biðu þeirra á flugvellinum og var rætt við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, í fréttatíma Stöðvar 2.Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút.Vísir/Anton BrinkKhattab flúði Sýrland ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra árið 2012 og segir börnin sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Hann segist ekki hafa þekkt til Íslands þegar hann fékk fyrst að vita að fjölskylda hans gæti verið á leið þangað. „Okkur var sagt að það væri mjög kalt,“ segir hann. „Allir sögðu að það væri eins og frystir og við skyldum vanda okkur við valið. En svo heyrðum við um góða fólkið sem lýsti yfir stuðningi við okkur. Við sáum að þessi þjóð væri hjartagóð svo við ákváðum að þetta yrði í lagi.“Vísir/Anton BrinkMeirihluti þeirra sem komu til landsins í dag eru börn og voru mörg þeirra kát á flugvellinum, þrátt fyrir langt ferðalag, og búin að teikna íslenska og sýrlenska fána og skilaboð á borð við „Thank you Iceland“ eða „Takk Ísland.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni áður en haldið var áfram til Akureyrar og Kópavogs.Vísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/StefánVísir/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni.Vísir/Anton Brink
Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11 Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30
Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11
Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00