Mál lögreglumannsins á sér aðdraganda Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 6. janúar 2016 20:00 Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“ Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Fíkniefnadeild lögreglu hefur verið undir smásjánni um nokkra hríð. Ríkislögreglustjóri segir tímabært að koma á eftirliti með störfum lögreglu og formaður Landssambands lögreglu tekur undir það. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Starfsmenn embættis hans munu aðstoða ríkissaksóknara við rannsókn málsins samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur sjálfur ítrekað nauðsyn eftirlits með lögreglu í gegnum tíðina. „Ég hef nefnt það nokkrum sinnum í okkar hópi innan lögreglunnar. Eins opinberlega og fyrir Alþingi að það gæti verið mjög heppilegt að utanaðkomandi aðili, einhver þriðji aðili hefði það hlutverk að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar. Það myndi auka á traust og gegnsæi. Lögreglan gæti líka upplýst viðkomandi aðila um ýmis trúnaðarmál sem hún ætti erfitt með að upplýsa á opinberum vettvangi. Þetta tíðkast víða erlendis.“Hvers vegna hefur þetta ekki verið gert hér á landi? „Ég get ekki alveg svarað því en tímarnir breytast og krafan er alltaf meiri í þá átt að hafa eftirlit með starfsemi hins opinbera.“ Er það orðið tímabært? „Mér finnst sjálfsagt að dusta rykið af þessum tillögum og skoða þetta af alvöru,“segir Haraldur. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir Íslendinga ættu að fylgja fordæmi nágrannaþjóðanna í þessum efnum og koma strax á eftirliti með lögreglu. „Við höfum svolítið fjallað um þetta. Við höfum talið farsælast að það verði farnar svipaðar leiðir og gert er í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, Noregi. Þar sem eru sérstakar eftirlitsnefndir með störfum lögreglu og þær taka jafnframt við erindum einstaklinga sem telja sig eiga eitthvað sökótt við störf lögreglu. Það er augljós skortur á þessu hér á landi. þetta er mjög vel þróað kerfi í Bretlandi, það er styttra. Þar veit ég að er almenn ánægja. Við þurfum ekkert að vera að finna upp hjólið hér á landi.“ Hann segist hafa áhyggjur af því að traust almennings til lögreglu minnki vegna málsins. „Augljóslega hefur maður það, það er rétt að traust almennings á lögreglu hefur mælst mjög hátt og vonandi helst það áfram.“
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33
Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar "Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. 6. janúar 2016 14:22