Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Starfsemi göngudeildar hefur verið takmörkuð. vísir/vilhelm Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eiga níu starfsmenn erfitt með að vera í húsnæði göngudeildar vegna myglutengdra einkenna. Í heildina hafa þó tíu til fimmtán starfsmenn á BUGL fundið fyrir einkennum síðustu misseri, mismiklum á hverjum tíma. Enginn er þó fjarverandi frá vinnu til lengri tíma þessa dagana vegna myglu „en það koma upp dagar þar sem einkenni eru svæsnari og þá er starfsmaður frá vinnu, til dæmis einn í fyrradag og tveir í gær,“ segir Anna Dagný Smith, mannauðsráðgjafi kvenna- og barnasviðs. Þeim starfsmönnum, sem ekki geta unnið vegna einkenna sem tengjast myglu, hefur verið útveguð starfsaðstaða tímabundið í öðru húsnæði Landspítala. Fréttablaðið hefur einnig rætt við starfsmann sem getur eingöngu verið í litlum hluta húsnæðisins og mætir því hvorki á starfsmannafundi eða í mötuneyti. Þessa dagana eru framkvæmdir á fullu á þeim stöðum þar sem mygla og rakaskemmdir hafa greinst, segir í svari Landspítala. Stór hluti eldra húsnæðis BUGL hefur nú þegar verið tekinn í gegn og starfsemi þar því „að mestu hnökralaus“. Á göngudeild er aftur á móti eingöngu bráðaþjónustu sinnt. Nýjum málum hefur verið frestað, hópar felldir niður og eingöngu bráðamálum sinnt þar til ráðin verður bót á húsnæðisvandanum. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eiga níu starfsmenn erfitt með að vera í húsnæði göngudeildar vegna myglutengdra einkenna. Í heildina hafa þó tíu til fimmtán starfsmenn á BUGL fundið fyrir einkennum síðustu misseri, mismiklum á hverjum tíma. Enginn er þó fjarverandi frá vinnu til lengri tíma þessa dagana vegna myglu „en það koma upp dagar þar sem einkenni eru svæsnari og þá er starfsmaður frá vinnu, til dæmis einn í fyrradag og tveir í gær,“ segir Anna Dagný Smith, mannauðsráðgjafi kvenna- og barnasviðs. Þeim starfsmönnum, sem ekki geta unnið vegna einkenna sem tengjast myglu, hefur verið útveguð starfsaðstaða tímabundið í öðru húsnæði Landspítala. Fréttablaðið hefur einnig rætt við starfsmann sem getur eingöngu verið í litlum hluta húsnæðisins og mætir því hvorki á starfsmannafundi eða í mötuneyti. Þessa dagana eru framkvæmdir á fullu á þeim stöðum þar sem mygla og rakaskemmdir hafa greinst, segir í svari Landspítala. Stór hluti eldra húsnæðis BUGL hefur nú þegar verið tekinn í gegn og starfsemi þar því „að mestu hnökralaus“. Á göngudeild er aftur á móti eingöngu bráðaþjónustu sinnt. Nýjum málum hefur verið frestað, hópar felldir niður og eingöngu bráðamálum sinnt þar til ráðin verður bót á húsnæðisvandanum.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira