Stærsta flugvél heims, Antonov 225, fór loksins í loftið klukkan 15.19 frá flugvellinum í Leipzig í Þýskalandi. Komutími til Keflavíkur er nú áætlaður klukkan 18.49, samkvæmt Flightradar 24.
Fylgjast má með fluginu hér á Flightradar 24.
Á Keflavíkurflugvelli hafa flugvélar verið að nota brautir 19 og 29 í dag, bæði til suðurs og vesturs, sem þýðir aðflug annaðhvort úr norðri, yfir Garðinn, eða úr austri, yfir Njarðvík. Þar er nú suðvestanátt, um átta metar á sekúndu, en búist er við að vindur verði orðinn meira suðlægari um sjöleytið.
Gert er ráð fyrir um tveggja stunda eldsneytisstoppi í Keflavík og að flugtak verði um klukkan 20.50. Frá Íslandi flýgur vélin áfram vestur um haf, með næstu millilendingu í Gander á Nýfundnalandi, er förinni er heitið til Chile í Suður-Ameríku.

