Ekki nógu margir kokkar á landinu til að anna eftirspurn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 18:45 Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“ Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira