Bilun varð á 66kV flutningslínu Landsnets milli Vegamóta og Vogaskeiðs kl 08:33 í morgun þegar eldingu laust niður í línuna. unnið er að viðgerð á línunni.
Rafmagn er komið á hluta af Grundarfirði og allan Stykkishólm og nærsveitir með keyrslu á varaafli. Grundfirðingar eru vinsamlega beðnir að fara sparlega með rafmagnið.
Búast má við rafmagnstruflunum á meðan viðgerð stendur yfir.
