Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 14:43 Jón H. B. Snorrason segir þetta mjóa línu, milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Pétur á Sögu er einn þeirra sem fengið hefur ákæru á hendur sér vegna meintrar hatursorðræðu. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“ Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“
Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17