Segja útspil sveitarfélaganna afar villandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 16:19 Fulltrúar grunnskólakennara á fundi með viðsemjendum sínum frá sveitarfélögunum hjá ríkissáttasemjara á dögunum. VÍSIR/JÓI K Samninganefnd Félags grunnskólakennara segir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilum þeirra vera afar villandi og að sambandið sleppi mikilvægum staðreyndum í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni var birt línurit sem gaf til kynna að meðaldagvinnulaun félagsmanna FG hafi hækkað töluvert umfram laun starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði frá mars 2013 til mars 2016. Samninganefnd Félags grunnskólakennara segir línuritið vera villandi í ljósi þess að það endurspegli ekki að kostnaðaráhrif kjarasamninganna hafi verið minni en launahækkarnirar á þessu tímabili.Sjá einnig: „Þetta er auðvitað galin framsetning“ „Flestir kennarar afsöluðu sér t.d. kennsluafslætti (sem leiðir til meiri kennslu), gerðar voru breytingar á viðverutíma kennara, launapottur var færður inn í grunnlaun, aukin vinna færð á uppbrotsdaga og fleira. Allt þetta leiðir til lægri launakostnaðar sveitarfélaganna nú þegar og einnig þegar litið er til lengri tíma,“ segir á heimasíðu Kennarasambandsins.„Það má því vera ljóst að framsetning sveitarfélaganna á launaupplýsingum vegna grunnskólakennara í gær var afar villandi.“ Að endingu telur félagið að mikilvægt sé að samningsaðilarnir „séu ekki að eyða orku og tíma í orðaskak í fjölmiðlum heldur beiti kröftum sínum í að ná ásættanlegri niðurstöðu í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir undir stjórn sáttasemjara,“ eins og það er orðað. Kennarar og Samband Íslenskra sveitarfélaga hittust í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Deiluaðilar hafa fundað statt og stöðugt frá vikubyrjun en lítið hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra, og fjöldi kennara sagt upp vegna stöðunnar. Tengdar fréttir „Galin framsetning“ Formaður Félags grunnskólakennara gagnrýnir framsetningu Sambands Íslenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2016 11:22 Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp í dag: „Það ríkir bara þögul örvænting“ Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. 23. nóvember 2016 15:09 Fleiri kennarar munu segja upp störfum "Mér skilst að fleiri uppsagnir séu á döfinni, núna á föstudag,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla. 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Samninganefnd Félags grunnskólakennara segir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilum þeirra vera afar villandi og að sambandið sleppi mikilvægum staðreyndum í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni var birt línurit sem gaf til kynna að meðaldagvinnulaun félagsmanna FG hafi hækkað töluvert umfram laun starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði frá mars 2013 til mars 2016. Samninganefnd Félags grunnskólakennara segir línuritið vera villandi í ljósi þess að það endurspegli ekki að kostnaðaráhrif kjarasamninganna hafi verið minni en launahækkarnirar á þessu tímabili.Sjá einnig: „Þetta er auðvitað galin framsetning“ „Flestir kennarar afsöluðu sér t.d. kennsluafslætti (sem leiðir til meiri kennslu), gerðar voru breytingar á viðverutíma kennara, launapottur var færður inn í grunnlaun, aukin vinna færð á uppbrotsdaga og fleira. Allt þetta leiðir til lægri launakostnaðar sveitarfélaganna nú þegar og einnig þegar litið er til lengri tíma,“ segir á heimasíðu Kennarasambandsins.„Það má því vera ljóst að framsetning sveitarfélaganna á launaupplýsingum vegna grunnskólakennara í gær var afar villandi.“ Að endingu telur félagið að mikilvægt sé að samningsaðilarnir „séu ekki að eyða orku og tíma í orðaskak í fjölmiðlum heldur beiti kröftum sínum í að ná ásættanlegri niðurstöðu í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir undir stjórn sáttasemjara,“ eins og það er orðað. Kennarar og Samband Íslenskra sveitarfélaga hittust í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Deiluaðilar hafa fundað statt og stöðugt frá vikubyrjun en lítið hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra, og fjöldi kennara sagt upp vegna stöðunnar.
Tengdar fréttir „Galin framsetning“ Formaður Félags grunnskólakennara gagnrýnir framsetningu Sambands Íslenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2016 11:22 Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp í dag: „Það ríkir bara þögul örvænting“ Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. 23. nóvember 2016 15:09 Fleiri kennarar munu segja upp störfum "Mér skilst að fleiri uppsagnir séu á döfinni, núna á föstudag,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla. 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Galin framsetning“ Formaður Félags grunnskólakennara gagnrýnir framsetningu Sambands Íslenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2016 11:22
Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp í dag: „Það ríkir bara þögul örvænting“ Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. 23. nóvember 2016 15:09
Fleiri kennarar munu segja upp störfum "Mér skilst að fleiri uppsagnir séu á döfinni, núna á föstudag,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla. 24. nóvember 2016 07:00