Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júní 2016 15:00 Kjartan Darri gefur þá Rögnvar og Valdimar saman á meðan Ólafur tryggir það að öll pappírsvinna sé rétt unnin. Vísir/Nanna „Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sonur Tinu Turner látinn Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
„Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna
Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sonur Tinu Turner látinn Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30