Vigdís sendi tölvupóst á fréttamann fyrir mistök: Var "skíthrædd“ um að Steingrímur sæi skýrsluna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. september 2016 20:08 Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu skýrsluna. Fréttablaðið/Ernir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, var hrædd um að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sæi skýrslu meirihluta nefndarinnar um einkavæðingu bankanna hina síðari, áður en hún var gefin út. Þetta kemur fram í tölvupósti Vigdísar, sem ætlaður var Páli Jóhanni Pálssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd, sem var fyrir mistök sendur á blaðamann Stundarinnar, Jóhann Pál Jóhannsson. Í póstinum segir Vigdís meðal annars:„[É]g var skíthrædd við að SJS myndi fá hana – en þingið hélt trúnaði,“ Vigdís kom af fjöllum þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en sagði að ekkert sem þarna kæmi fram mætti ekki birtast opinberlega. Aðspurð hvers vegna henni hafi verið svo mikið í mun að Steingrímur kæmist ekki í skýrsluna, segir hún fullkomlega eðlilegt að vilja halda trúnaði um svo stór mál.„Ég vildi bara að það yrði trúnaður um á skýrslunni alveg þar til blaðamannafundurinn yrði haldinn. Það er bara hið eðlilegasta mál. Líka í ljósi þess að við vorum búin að láta stjórnarandstöðuna fá einstök rétt áður en skýrslan var kynnt. Ég vildi tryggja að það væri enginn að meðhöndla skýrsluna á meðan hún væri í vinnslu. Hún var í íslenskuyfirlestri uppi á nefndarsviði og var hér og þar, þannig að ég var hrædd um að aðrir kæmust í hana og vildi tryggja að stjórnarandstaðan kæmist ekki í skýrsluna,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún Steingrím ekki hafa átt að fá andmælarétt í þessu máli, en hann er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni, þar sem hann er meðal annars sagður hafa gengið langt í að friða kröfuhafa gömlu bankanna, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum ekki að bera Steingrím þungum sökum í þessari skýrslu. Við erum að leiða það fram sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili og það er allt saman rökstutt með opinberum gögnum. Af hverju hefði hann átt að hafa andmælarétt? Hefðum við þá ekki þurft að tala við seðlabankastjóra, ríkisendurskoðanda og fleiri?“ segir Vigdís. Þá segir hún jafnframt að nefndin hafi óskað eftir því að óháðir aðilar verði fengnir til þess að fara yfir skýrsluna. Þá séu hugmyndir uppi um að leiða fyrir nefndina þá aðila sem fjallað var um í skýrslunni. Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, var hrædd um að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sæi skýrslu meirihluta nefndarinnar um einkavæðingu bankanna hina síðari, áður en hún var gefin út. Þetta kemur fram í tölvupósti Vigdísar, sem ætlaður var Páli Jóhanni Pálssyni, fulltrúa Framsóknar í fjárlaganefnd, sem var fyrir mistök sendur á blaðamann Stundarinnar, Jóhann Pál Jóhannsson. Í póstinum segir Vigdís meðal annars:„[É]g var skíthrædd við að SJS myndi fá hana – en þingið hélt trúnaði,“ Vigdís kom af fjöllum þegar Vísir náði tali af henni í kvöld en sagði að ekkert sem þarna kæmi fram mætti ekki birtast opinberlega. Aðspurð hvers vegna henni hafi verið svo mikið í mun að Steingrímur kæmist ekki í skýrsluna, segir hún fullkomlega eðlilegt að vilja halda trúnaði um svo stór mál.„Ég vildi bara að það yrði trúnaður um á skýrslunni alveg þar til blaðamannafundurinn yrði haldinn. Það er bara hið eðlilegasta mál. Líka í ljósi þess að við vorum búin að láta stjórnarandstöðuna fá einstök rétt áður en skýrslan var kynnt. Ég vildi tryggja að það væri enginn að meðhöndla skýrsluna á meðan hún væri í vinnslu. Hún var í íslenskuyfirlestri uppi á nefndarsviði og var hér og þar, þannig að ég var hrædd um að aðrir kæmust í hana og vildi tryggja að stjórnarandstaðan kæmist ekki í skýrsluna,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún Steingrím ekki hafa átt að fá andmælarétt í þessu máli, en hann er borinn nokkuð þungum sökum í skýrslunni, þar sem hann er meðal annars sagður hafa gengið langt í að friða kröfuhafa gömlu bankanna, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum ekki að bera Steingrím þungum sökum í þessari skýrslu. Við erum að leiða það fram sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili og það er allt saman rökstutt með opinberum gögnum. Af hverju hefði hann átt að hafa andmælarétt? Hefðum við þá ekki þurft að tala við seðlabankastjóra, ríkisendurskoðanda og fleiri?“ segir Vigdís. Þá segir hún jafnframt að nefndin hafi óskað eftir því að óháðir aðilar verði fengnir til þess að fara yfir skýrsluna. Þá séu hugmyndir uppi um að leiða fyrir nefndina þá aðila sem fjallað var um í skýrslunni.
Tengdar fréttir Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 „Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ Fyrrverandi fjármálaráðherra borinn þungum sökum í nýrri skýrslu fjárlaganefndar. 12. september 2016 17:40