„Ég var alltaf að vona að þetta væri bara einhver misskilningur“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2016 20:34 Hvernig tökumst við á við erfitt útkall og hver eru áhrif einstakra og uppsafnaðra atburða á einstaklinga sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi? Á Íslandi starfa tæplega eitt þúsund slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í hluta- eða fullu starfi. Um 4.200 einstaklingar eru skráðir á útkallslista hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og þá eru ótaldir allir þeir lögreglumenn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstéttarinnar sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi. Viðbragðsaðilar á Íslandi hafa þá sérstöðu miðað við nágrannalöndin að mannfæðin og nálægðin við samborgara sína er meiri hér en gengur og gerist. Viðbragðsaðilar á Íslandi halda nú ráðstefnu þar sem sérfræðingur í sálrænum stuðningi mikilvægi þess að hlúa að þeim sem vinna á þessum vettvangi. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og nánar að fréttum loknum. Útköll eru ekki einungis talin erfið vegna líkamlegs erfiðis sem menn þurfa að vinna við við björgunarstörf, heldur getur til að mynda veður og aðstæður skipt miklu máli. Sálræn aðstoð er því mikilvæg fyrir þennan hóp til þess að vinna úr útköllum.Reyndi verulega á Þann fimmta ágúst 2013 fékk Slökkvilið Akureyrar, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, útkall þar sem reyndi verulega á líkamlegt en ekki síður andlegt þol þeirra sem fóru á vettvang. Þá brotlenti flugvél Mýflugs á kvartmílubrautinni á Akureyri. Dagurinn byrjaði sem venjulegur dagur hjá slökkviliðsmönnum. Hluti af starfi þeirra hverju sinni er að manna sjúkraflugvél Mýflugs, en áhöfnin er mönnuð flugstjóra, flugmanni og einum sjúkraflutningamanni. Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður, var skráður í áhöfn sjúkravélarinnar þennan dag. „Hérna heima þvoðum við gólfið alltaf á laugardögum og síðan vorum við bara hérna inni. Ég man ekki hvað við vorum að gera, eitthvað rólegt bara,“ segir Helgi Schiöth, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs Akureyrar. „Þá var bara útkall og það var sagt flugslys.“ Miðað við fyrstu fregnir af vettvangi bjuggust slökkviliðsmenn við því að farþegaflugvél hefði brotlent og undirbjuggu sig fyrir það. Þegar þeir komu á vettvang könnuðust þeir þó við brakið. Helgi segir að honum hafi strax dottið í hug að það væru ekki allir lifandi á svæðinu. Ljóst var að viðbragðsaðilar sem sendir voru þurftu að takast á við gífurlega erfiðan vettvang. Þeir þurftu að tryggja eigið öryggi á staðnum og sömuleiðis tryggja öryggi þeirra sem á svæðinu voru. Þennan sama dag var spyrnukeppni á kvartmílubrautinni og því margir áhorfendur á svæðinu. Jafnframt þurfti að vernda vettvanginn vegna rannsóknarhagsmuna. „Það fyrsta sem maður sér er að það eru allir að vinna og maður fer inn í eitthvað flæði, einhvern sérstakan gír við að reyna að vinna vinnuna sína,“ segir Magnús Smári Smárason. „Það er eitt af því sem situr eftir. Hvað menn unnu og gerðu það sem þurfti að gera.“Óstarfhæfir að verki loknu Þegar starfi slökkviliðsmanna á vettvangi var lokið voru þeir óstarfhæfir sem vakt á slökkviliði. Magnús segir þetta hafa verið gífurlegt högg fyrir slökkviliðsmennina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sálfræðingarnir á Lynghálsi og fleiri viðbragðsaðilar, standa að áðurnefndri ráðstefnu sem fer nú fram. Einn helsti sérfræðingur heimsins í uppbyggingu á sálrænum stuðningi heldur fyrirlestur á ráðstefnunni, en mörg mannúðarsamtök um heim allan vinna eftir fimm grundvallarmarkmiðum hans. „Sálfræðilegur stuðningur sem fólk fær er oft á tíðum það sem kemur fólki í gegnum krísur. Á hinn veginn er fólk sem skortir stuðningsaðila og þau eru líklegust til að eiga í erfiðleikum með að takast á við krísur. Þau verða jafnvel þunglynd, þróa með sér alkóhólisma og fremja jafnvel sjálfsmorð,“ segir Stevan Hobfall, sérfræðingur í sálrænum stuðningi. Fréttir af flugi Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Hvernig tökumst við á við erfitt útkall og hver eru áhrif einstakra og uppsafnaðra atburða á einstaklinga sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi? Á Íslandi starfa tæplega eitt þúsund slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í hluta- eða fullu starfi. Um 4.200 einstaklingar eru skráðir á útkallslista hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og þá eru ótaldir allir þeir lögreglumenn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstéttarinnar sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi. Viðbragðsaðilar á Íslandi hafa þá sérstöðu miðað við nágrannalöndin að mannfæðin og nálægðin við samborgara sína er meiri hér en gengur og gerist. Viðbragðsaðilar á Íslandi halda nú ráðstefnu þar sem sérfræðingur í sálrænum stuðningi mikilvægi þess að hlúa að þeim sem vinna á þessum vettvangi. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og nánar að fréttum loknum. Útköll eru ekki einungis talin erfið vegna líkamlegs erfiðis sem menn þurfa að vinna við við björgunarstörf, heldur getur til að mynda veður og aðstæður skipt miklu máli. Sálræn aðstoð er því mikilvæg fyrir þennan hóp til þess að vinna úr útköllum.Reyndi verulega á Þann fimmta ágúst 2013 fékk Slökkvilið Akureyrar, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, útkall þar sem reyndi verulega á líkamlegt en ekki síður andlegt þol þeirra sem fóru á vettvang. Þá brotlenti flugvél Mýflugs á kvartmílubrautinni á Akureyri. Dagurinn byrjaði sem venjulegur dagur hjá slökkviliðsmönnum. Hluti af starfi þeirra hverju sinni er að manna sjúkraflugvél Mýflugs, en áhöfnin er mönnuð flugstjóra, flugmanni og einum sjúkraflutningamanni. Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður, var skráður í áhöfn sjúkravélarinnar þennan dag. „Hérna heima þvoðum við gólfið alltaf á laugardögum og síðan vorum við bara hérna inni. Ég man ekki hvað við vorum að gera, eitthvað rólegt bara,“ segir Helgi Schiöth, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs Akureyrar. „Þá var bara útkall og það var sagt flugslys.“ Miðað við fyrstu fregnir af vettvangi bjuggust slökkviliðsmenn við því að farþegaflugvél hefði brotlent og undirbjuggu sig fyrir það. Þegar þeir komu á vettvang könnuðust þeir þó við brakið. Helgi segir að honum hafi strax dottið í hug að það væru ekki allir lifandi á svæðinu. Ljóst var að viðbragðsaðilar sem sendir voru þurftu að takast á við gífurlega erfiðan vettvang. Þeir þurftu að tryggja eigið öryggi á staðnum og sömuleiðis tryggja öryggi þeirra sem á svæðinu voru. Þennan sama dag var spyrnukeppni á kvartmílubrautinni og því margir áhorfendur á svæðinu. Jafnframt þurfti að vernda vettvanginn vegna rannsóknarhagsmuna. „Það fyrsta sem maður sér er að það eru allir að vinna og maður fer inn í eitthvað flæði, einhvern sérstakan gír við að reyna að vinna vinnuna sína,“ segir Magnús Smári Smárason. „Það er eitt af því sem situr eftir. Hvað menn unnu og gerðu það sem þurfti að gera.“Óstarfhæfir að verki loknu Þegar starfi slökkviliðsmanna á vettvangi var lokið voru þeir óstarfhæfir sem vakt á slökkviliði. Magnús segir þetta hafa verið gífurlegt högg fyrir slökkviliðsmennina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sálfræðingarnir á Lynghálsi og fleiri viðbragðsaðilar, standa að áðurnefndri ráðstefnu sem fer nú fram. Einn helsti sérfræðingur heimsins í uppbyggingu á sálrænum stuðningi heldur fyrirlestur á ráðstefnunni, en mörg mannúðarsamtök um heim allan vinna eftir fimm grundvallarmarkmiðum hans. „Sálfræðilegur stuðningur sem fólk fær er oft á tíðum það sem kemur fólki í gegnum krísur. Á hinn veginn er fólk sem skortir stuðningsaðila og þau eru líklegust til að eiga í erfiðleikum með að takast á við krísur. Þau verða jafnvel þunglynd, þróa með sér alkóhólisma og fremja jafnvel sjálfsmorð,“ segir Stevan Hobfall, sérfræðingur í sálrænum stuðningi.
Fréttir af flugi Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira