Guðni sefur á ákvörðun sinni fram yfir áramót Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. desember 2016 07:00 Guðni Bergsson í banastuði við Laugardalsvöllinn um árið. Vísir/Hörður Sveinsson Guðni Bergsson ætlar ekki að ákveða hvort hann fari í formannskjör KSÍ fyrr en í janúar. Guðni sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri nægur tími enda ársþing KSÍ ekki fyrr en 11. febrúar. „Maður er bara að vega og meta. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðni. Töluverður þrýstingur hefur verið á Guðna í nokkurn tíma að hann bjóði sig fram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegra en ekki að Guðni tilkynni framboð sitt strax á nýju ári. Þá hefur nokkur fjöldi skorað á Björn Einarsson, formann Víkings, um að taka slaginn í febrúar. Er hann einnig að vega og meta stöðuna og hefur ekki tekið neina ákvörðun en íhugar málin.Björn Einarsson, formaður Víkings.„Þetta eru þreifingar, ekki mjög djúpar pælingar og ég hef ekki tekið neina ákvörðun. En ímynd þessa glæsilega sambands þarf að vera önnur en hún er núna,“ segir Björn. Björn segir að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst. „Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag sem er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. Það þarf að styrkja ímynd KSÍ og það eru allir sammála því, hvar sem fólk stendur. Ég hef aldrei fundið jafn mikla spennu og togstreitu í þessum málum og nú þannig að ég ætla að meta og spá í þetta.Ímynd Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið töluverða hnekki að undanförnu vegna bónusgreiðslu formannsins, landsliðsnefndarinnar og FIFA tölvuleiksins.vísir/ernirÉg tel að ég hafi góða reynslu í þetta og ég myndi gera þetta sem hefðbundna stjórnarformennsku. Þannig að sterk skrifstofa með sterkan framkvæmdastjóra sæi um daglegan rekstur. Það er mín sýn.“ Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007 en gustað hefur um starfsemi KSÍ að undanförnu. Bæði eftir að greint var frá því að Geir hefði fengið tveggja mánaða bónus fyrir ótilgreinda vinnu sína í kringum EM í Frakklandi og landsliðsnefnd sambandsins. Ársþing KSÍ verður haldið í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Guðni Bergsson ætlar ekki að ákveða hvort hann fari í formannskjör KSÍ fyrr en í janúar. Guðni sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri nægur tími enda ársþing KSÍ ekki fyrr en 11. febrúar. „Maður er bara að vega og meta. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðni. Töluverður þrýstingur hefur verið á Guðna í nokkurn tíma að hann bjóði sig fram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegra en ekki að Guðni tilkynni framboð sitt strax á nýju ári. Þá hefur nokkur fjöldi skorað á Björn Einarsson, formann Víkings, um að taka slaginn í febrúar. Er hann einnig að vega og meta stöðuna og hefur ekki tekið neina ákvörðun en íhugar málin.Björn Einarsson, formaður Víkings.„Þetta eru þreifingar, ekki mjög djúpar pælingar og ég hef ekki tekið neina ákvörðun. En ímynd þessa glæsilega sambands þarf að vera önnur en hún er núna,“ segir Björn. Björn segir að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst. „Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag sem er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. Það þarf að styrkja ímynd KSÍ og það eru allir sammála því, hvar sem fólk stendur. Ég hef aldrei fundið jafn mikla spennu og togstreitu í þessum málum og nú þannig að ég ætla að meta og spá í þetta.Ímynd Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið töluverða hnekki að undanförnu vegna bónusgreiðslu formannsins, landsliðsnefndarinnar og FIFA tölvuleiksins.vísir/ernirÉg tel að ég hafi góða reynslu í þetta og ég myndi gera þetta sem hefðbundna stjórnarformennsku. Þannig að sterk skrifstofa með sterkan framkvæmdastjóra sæi um daglegan rekstur. Það er mín sýn.“ Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007 en gustað hefur um starfsemi KSÍ að undanförnu. Bæði eftir að greint var frá því að Geir hefði fengið tveggja mánaða bónus fyrir ótilgreinda vinnu sína í kringum EM í Frakklandi og landsliðsnefnd sambandsins. Ársþing KSÍ verður haldið í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45
Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00