Alþingi sett í miðri stjórnarmyndun í dag Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2016 12:43 Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Vísir/GVA Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Nýkjörið Alþingi kemur saman í fyrsta skipti í dag en nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því kosningar fóru fram. Stærtsa mál þingsins verður að afgreiða fjárlög. Á sama tíma fara fram stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka sem þingflokksformaður Pírata segir ganga vel. Þrátt fyrir mikla endurnýjun á Alþingi í undanförnum þrennum kosningum hefur hún sjaldan verið meiri en nú. Þrjátíu og tveir nýir þingmenn taka nú til starfa og hafa þeir aldrei verið fleiri. En árið 2009 voru þeir 27. Konur eru einnig um helmingur þingmanna og hafa aldrei verið fleiri á þingi. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti. Þingmenn ganga flestir ásamt forseta Íslands, handhöfum forsetavalds og biskupi Íslands til guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni heldur fólk til þinghússins þar sem Guðni Th. Jóhannesson setur þingið. Samkvæmt hefð stýrir sá þingmaður sem lengsta þingreynslu hefur fyrsta fundi Alþingis sem að þessu sinni er Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Í dag verður líka kosið til þriggja nefnda þingsins; fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar og forsætisnefndar. Fyrir liggur að ræða fjárlög en einnig er vilji til þess að ræða mál kjararáðs sem og jöfnun lífeyrisréttinda sem ekki tókst að afgreiða undir lok síðasta kjörtímabils.Góður andi í stjórnarmyndunarviðræðum Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata hefur haft umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar frá því á föstudag. Píratar og leiðtogar annarra flokka hafa átt óformlegar viðræður um myndun nýrrar stjórnar síðan þá. Birgitta segir að fundað verði áfram í dag. „Já við ákváðum að gefa okkur tíma strax á eftir þingsetningunni til að setjast niður og fara aðeins yfir útgjöld. Hvernig má fjármagna margt af því sem er mjög brýnt að ganga í þegar ný ríkisstjórn tekur við,“ segir Birgitta. Auk þess muni leiðtogarnir ræða verklag og forgangsröðun mála. „Og við munum líka vinna við að skoða leiðir sem hægt er að fara í svona fjölflokka stjórn til að bregðast við óvæntum tíðindum. Sem gerast alltaf alveg sama hver er við völd,“ segir Birgitta. Þá verði farið ítarlega yfir útgjaldaliði og hvernig standa eigi að fjármögnun þeirra verkefna sem ný ríkisstjórn vilji ráðast í. Leiðtogar flokkanna séu sammála um að gefa sér tíma fram að helgi eða inn í helgina til að komast að því hvort þeir hefji formlegar viðræður. Það sé flóknara en oft áður að mynda ríkisstjórn þar sem fimm flokkar verði að stilla saman strengi sína. Þá sé fólk að kynnast því að fá kannski ekki öll grundvallar kosningamál sín fram. Verkefnið sé hins vegar skemmtilegt. „Maður er að læra svo mikið um stefnu hinna flokkanna og hvernig má gera svona vinnu. Það er langt síðan svona vinna hefur átt sér stað við myndun ríkisstjórnar á Íslandi,“ segir Birgitta. Það sé hins vegar góður andi í öllum. „Já, mjög góður andi og mér finnst allir vera að leggja sig mjög fram til þess að þetta geti gengið,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs. 5. desember 2016 11:15