Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2016 07:00 Hér má sjá fjarstæði sem nýlega voru tekin í notkun. „Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjarstæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru samtals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 milljónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflugvallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flugstöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjarstæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira